Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 57

Skírnir - 01.12.1908, Page 57
íslenzk heimspeki. 345 við að finna eitthvert allsherjar lögmál tyrir bréytni manna. Enn eitt mætti nefna, sem bendir til þess að heim- spekilegt hugarfar muni jafnvel vera ríkt í íslenzku eðlir en það er fjöldinn af sérvitringum, sem hér virðist hafa verið fyr og síðar. Því að eigi einungis hafa spekingar oft verið nefndir sérvitringar, og þá stundum eigi rang- nefndir, heldur má einnig skoða sérvitringinn eins og nokkurs konar skrípamynd spekings; hann hugsar og hagar sér öðru vísi en almenningur, í efnum þar sem er einskisvert eða hlægilegt að eyða sér í að vera frumlegur. En í lífinu er algengt að sjá menn, sem vegna óheppi legra lífskjara eru eins og skrípamyndir af því sem þeir hefðu getað orðið. Og ekki er óliklegt, að því fán.ennari sem einhver þjóð er og fátækari, þeim mun meira sé um þess háttar skrípamyndir að tiltölu. En sá sem fæðist heimspekingsefni, á liklega fremur á hættu en allflestir aðrir að hann fari svo að einhverju leyti. Og líklega er það meðfram af þeirri ástæðu, sem vikið var á, að einungis stórþjóðirnar hafa — þegar Forn- Orikkir eru frátaldir — eignast heimspekinga í fyrstu röð. Það er óséð hvað mörg efni í slíka menn smáþjóðirnar hafa eignast, þó að minna yrði úr þeim er þeir uxu upp, sakir óheppilegra lífskjara. Dæmi Schopenhauers og Herberts Spencers, einhverra mestu spekinga sem verið hafa á síðari timum, sýna vel hversu margt þarf að fara saman, til þess að slíkir geti náð sinni hæð. Feður beggja voru sérvitringar og nokk- urs konar heimspekingar, þó að annar væri kaupmaður en hinn kennari (Spencer). Báðir voru svo efnum búnir, að þeir þurftu aldrei að takast neitt embætti á hendurr ekki einu sinni við háskóla, heldur gátu varið sér öllum til að hugsa og semja þau rit, sem eru einhverjar merki- legustu vörðurnar á leið mannsandans; og hinn andiegi jarðvegur var svo undirbúinn, að sá kynlegi kvistur, sem er heimspeki þeirra hvors um sig, gat vaxið þar upp. Því að það er víst óhætt að fullyrða, að hvorugur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.