Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 61

Skírnir - 01.12.1908, Side 61
• íslenzk heimspeki. 349 að lýsa sér í viturlegum orðum og málsháttum, sögusnild og löggjöf, eins oít áður er á vikið. Kaþólskan magnaðist of fljótt, en með þeirri trú var loku skotið fyrir allar heilbrigðar heimspekilegar hugleiðingar, og kirkjan eyði- lagði ineginstoð íslenzkrar vizku, aðalinn íslenzka. Staða- Arna og eftirmönnum hans tókst það sem Þorlákur hinn helgi hafði orðið að gefast upp við. (Um þetta efni þyrfti sérstaka ritgerð). VI. Hér á eigi illa við að minnast fám orðum á beztu spekingslýsinguna sem vér eigum í bókmentum vorum. Eg á auðvitað við lýsinguna á Njáli. Lýsingin á Njáli á við eigi að eins um þann eina speking, heldur, í mörgu, um alla spekinga og vfirleitt er mjög eftirtektarvert hversu oft þetta víðsýni kemur fram í skaplýsingum Njálu; það er eigi að eins einn inaður sem er lýst, heldur sérstök manntegund. Svo er t. a. tn. um lýsinguna á Hallgerði, á Gurmari, og jafnvel á Hrappi. (Alkibiades hinn gríski hefir líklega verið stórskornasta eintak þeirrar tegundar sem sagan segir frá, ef ekki verður að telja þar til Napó- leon mikla). Margt sem sagt er um Njál minnir á tvö- földu merkinguna í orðinu spakur, sem nú orðið er notað mest um hesta; það er sams konar breyting og orðið hefir í dönsku, því máli sem annars að ýmsu leyti er ólíkast íslenzku; í orðinu »spag« er ekkert nema hæglætis og þróttleysis hugmynd. Danskan hefir engan grun um neina veglegri merkingu í orðinu. A þessa tvöföldu merkingu orðsins spakur minnir það þegar farandkonurnar segja um Njál — nærri því eins illgirnislega og það stæði í blaðagrein frá þessum síðustu tímum — stritaðist hann við að sitja. Það virðist hafa verið vandi hans að sitja og hafast ekki að. Og sjálfsagt hefir það verið álit flestra er til sáu, að vitring- urinn væri iðjulaus, þegar hugur hans var raunar önnum kafinn. Sjálfur segist hann löngum hafa verið værugjarn.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.