Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 62

Skírnir - 01.12.1908, Side 62
350 ísleuzk heimspeki. Og enn er sagt um Njál að hann hafl farið einförmrr og- þulið; má geta þess til, að um sum efni hafi hann ekki getað talað við aðra en sjálfan sig. En mjög líkt þessu sem sagan segir um Njál, hefir verið sagt um ýmsa heimsfræga spekinga á siðari tímum; þeir hafa farið einförum, talað við sjálfa sig, setið og horft í gaupnír sér og tekið illa þegar á þá var yrt; þózt truflaðir í iðju sinni og líklega fundist hún ekki ómerkilegri en flest önnur, þareð íhugun liggur til alls fyrst. Og lík- legt er að maður eins og Njáli er lýst, hafi haft huga líkan þeim mönnum sem vér nefnum heimspekinga, og' varla er annað trúlegt en að einhvern tíma hafi slíkur maður rent huga sínum í áttina að einhverju þvi er vér nefnum heimspeki, eitthvert skiftið er hann stritaðist við að sitja, förukerlingum og fávitringum til undrunar og frásagnar. En varla er neitt sem af speki hans segir í sögunni í þá átt; nema ef vera skyldi að eitthvað slíkt hafi búið undir er hann varar Gunnar við að vega aldrei »meir í hinn sama knérunn enn um sinn«. Eins mætti geta þess til, að frá slíkum vitringum eins og Njáli sé runnin forlagatrú forfeðra vorra, því að komið gæti manni til hugar að sú skaðlega og lamandi trú væri ávöxtur nokkurs konar heimspekilegs skilnings á orsakarsambandinu, þótt óljós sé og óttablandinn. En þetta er auðvitað lítilsvei’t. Hitt er víst, að flest sem í sögunni segir af speki Njáls minnir á, að vitur ei’ víst upphaflega sá sem veit krók á móti bragði, en ekki sá sem eitthvað veit um uppruna tegund- anna, eða tilgang mannlífsins, eða þó að minna sé tiltekið; og spakur er sá sem spáir hvað fram muni koma við sig eða vini sína. Gáfnafarið hefir verið líkt og hjá heimspekingnum, en hugurinn ekki frjáls að sveima, heldur bundinn við þá nauðsyn að verjast hættum á ófriðarsömum timum, líkt og slíkir hugir hafa oft verið fjötraðir af þörfinni til að hafa ofan af fyrir sér. Eftirtektarvert er annars, hvernig Njála gerir þá menn ýmsa sem hún segir frá að vitringum, eða liklega, réttara sagt, skilur betur en aðrar sögur hverjir hafa verið vitrir..

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.