Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 68

Skírnir - 01.12.1908, Page 68
356 lslenzk heimspeki. frjáls. Hann er fyrirfram sannfærður um, að þarna sé mótsögn sem hverfur ef hann nær að sjá »hvernig í öllu liggur í raun og veru«. Ekki er það raunar að furða. Allir heimspekingar höfðu víst kent eitthvað líkt þessu, og Leibniz hefir sagt, að þetta væri sá heimur, sem beztan væri unt að hugsa sér. Schopenhauer einn hafði verið á öðru máli; hann sneri setningu, Leibniz við og kvað réttara að segja, að bölvaðri mætti heimuriun ekki vera, ef ekki ætti alt að kollsteypast. Og líklegt virðist mér, að Schopenhauer hafi rétt fyrir sér t'rá sínu sjónarmiði. Hann fylgdi Plató og Kant í sumum undirstöðuatriðum kenningar sinnar, en ein hin mesta sigurvinning mannkynsins í andlegum efn- um, framsóknarkenningin, sem hinn mikli Lamarck lagði grundvöllinn að, einmitt á dögum Schopenhauers, var þá lítt komin til sögunnar, og hafði eðlilega engin áhrif á Schopenhauer. Skal eg þó ekki lengja þetta mál með því að skýra þetta efni nánar hér. Skaði hefir það sjálfsagt verið, að heimspekíngur vor hefir ekki kynst framsóknarkenningunni er hann var að búa í hugsanavef sinn; en þó er nokkurs konar dulvís framsóknartrú einmitt aðalatriði í hugsanavef Brynjúlfs. IX. Ekki treysti eg mér til að gera, svo vel sé, í stuttu máli grein fyrir heimspekiskerfi Brynjúlfs, því sem hann byggir á »einda«-hugmyndinni. Ekki heldur með því að nota það ágrip af aðalatriðum kenningarinnar sem stend- ur í niðurlagi bókar hans. Að koma með einhverja þess- háttar beinagrind, yrði auðveldlega til þess að vekja rangar hugmyndir um heimspeki hans; það mundi illa sýna hversu mikið er í hana spunnið af hugviti og vitur- legum hugleiðingum. Sjálfsagt hefði ýmislegt orðið öðru vísi hjá Brynjúlfi hefði hann átt kost á meiri þekkingu, og eftirtektarvert

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.