Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 71

Skírnir - 01.12.1908, Page 71
Islenzk heimspeki. 359 svo að hann geti farið sína rannsóknarferð meðan hann er i fylstu fjöri. Engum ríður eins mikið á að hafa snemma komið þar sem víðsýnast er á svæðum andans. Nú hefir á þeim svæðum enginn sjónarturn verið reist- ur annar eins og verðandi-heimspekin (evólútionar-), ■og þaðan þykir mönnum nú fróðlegast umhorfs. Hafa líklega engir skýrt eins vel og Nietzsche og H. G. Wells hvílíkar furðusýnir blasa þaðan við. En einmitt sú útsjón hlotnaðist ekki heimspeking vorum þegar honum reið mest á. Betur en af almennum hugleiðingum skilst hvað eg é, við, ef vér hugsum oss einhvern af höfuðskörungum heimspekinnar íslenzkan. Gerum t. a. m. ráð fyrir að Herbert Spencer hefði fæðst uppi í sveit á Islandi; að hann hefði ekki getað farið að hugsa um að menta sig — og það alt á eigin spýtur — fyr en hann var kominn á fertugs aldur; að hann hefði aldrei kynst dýrafræðis- lieimspeki Lamarcks, jarðfræði Lyells, fósturþroskunar- sögu K. E. v. Baers, þeim ritum, sem mest urðu til þess að beina honum leið að sínu takmarki; að hann hefði verið bókalítill og bláfátækur, og langt fram eftir æfi ekki kynst neinni heimspeki nema mjög guðfræðiblandinni. Það virðist óhætt að gera ráð fyrir, að Spencer hefði þá ekki skapað verðandi-heimspeki sína og orðið heimsfrægur í elli sinni, en hugsanir hans afi í flestum andlegum fram- förum, og eigi að eins andlegum, sem nú raunar varla þarf að taka fram, því að andlegar framfarir búa undir framförum á öllum öðrum svæðum. Hitt er líklegra, að hann hefði orðið sérvitringur, alræmdur í nokkrum hrepp- um, þvi að lundin var ekki sem bezt og mundi ekki hafa batnað við þau kjör, sem vér hugsum honum hér. En úr því að ástríðan til að hugsa var svo rík, er ekki ólík- legt, að hann hefði komið sér upp einhverju heimspeki- kerfi og spunnið þar í hvern þekkingarþátt, sem hann hafði getað öðlast, en skráð svo alt með vandvirkni og samvizkusemi á bók, sem enn biði prentunar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.