Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1908, Side 84

Skírnir - 01.12.1908, Side 84
Erlend tíðindi. Höfuðtíðindin síðustu mánuði ársins, önnur et) landskjálftarnir á Italíu, hafa gerst suður á Balkansskaga og koma mjög við hinn sjúka mann, er svo hefir verið nefndur langa hríð, en það er Tjrkjaveldi, — frá því geigur sá hinn mikli, er öðrum Norður- álfuþjóðum stóð af Tyrkjum, snerist í meðaumkun yfir bágbornum högum þeirra, er úr varð greinileg uppdráttarsýki, sem bakaði stórveldunum miklar áhyggjur og varð að vandræðamáli þeirra í milli og nefnt löngum austræna málið. Þær áhyggjur voru þó satt að segja ekki ekki sprotnar af brjóstgæðum við sjúk- linginn, heldur miklum kvíða um voða-skálmöld og skeggöld, um allsherjar-ófriðarbál, er að því kæmi að skifta reitum hans, miklum löndum og fögrum og frjósömum, en illa hirtum alla þá hríð, 4—5 aldir, er hann hafði haft þau undir höndum. Þeim þótti undar- legt, eins og Agli forðum, ef allir skiftu vel silfrinu, er því yrði sáð að því allsherjar-lögbergi. Því er það, að vestrænu stórveldin hafa skorist í leik hvað eftir annað, er úlfurinn í Austurvegi, Rússinn, hefir gerst fjöl- þreifinn um hjörð Tyrkja. Þau gengu á hólm með þeim fyrir rúmlega hálfri öld (Krímstn'ðið 1853—1856) og nær fjórðung aldar eftir það hrifsuðu þeir úr höndum Rússa töluvert af herfangi þeirra eftir mannskæðan hernað á hendur Tyrkjum og afarkostnaðarsaman (1878). Það gerðu þau með ófriðarhótunum við sigurvegarana víg- móða og allsherjarráðstefnu í Berlín s. á. Öll lótust stórveldin vera að hjálpa kristnum þjóðum í ríki Tyrkjasoldáns, hvert sinn er þau hlutuðust til um hans mál. En því olli rígurinn þeirra í milli, að jafnan skiftust þau í sveitir og urðu sum með honum, en önnur í móti. Þar varð Rússakeisari hinum kristnu þjóðum drengur beztur, er i harðbakka sló, þótt minst þyki vera um siðmenning með Rússum. En eigi þótti þar heilt undir búa með öllu, heldur ágirnd fjár og landa um leið.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.