Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1908, Síða 90

Skírnir - 01.12.1908, Síða 90
ísland árið 1908. Frétta-ágrip. Markverðasti viöburður þessa árs hefir gerst í s t j ó r n m á 1- u m landsins, en það er starf millilandanefndarinnar og undirtekt- ir þjóðarinnar og svar hennar við nefndartillögunum. I júlímán- uði 1907 skipaði konungur nefnd manna, 13 Dani og 7 Islendinga, til þess að »rannsaka og ræða stjórnskipulega stöðu íslands« og koma fram með tillögur um málið. Þessi nefnd settist á rökstóla í Kaupmannahöfn 28. febr. þ. á. Róð hún þar ráðum sínum og tefldi með tillögur tvo og hálfan mánuð. Hafði hún þá lokið starfi sínu. Kom þá í ljós, að nefndin öll gat eigi orðið á einu máli, en skiftist um skoðanir í tvent; annars vegar voru allir dönsku nefndarmennirnir og sex hinir íslenzku, en hins vegar einn íslenzki nefndarmaðurinn, Skúli Thoroddsen. Tillögur meiri hluta nefndarinnar komu fram í frumvarpsformi, »frumvarp til laga um ríkisréttarsamband Danmerkur og Islands«, en Skúli Thoroddsen kom fram með breytingartillögur við það frumvarp. Um þær sömu mundir, er nefndin lagði fram tillögur sínar, kom opið bróf frá konungi, er tilkynti, að kosningar til alþingis skyldu fara fram 10. sept. þ. á., og að hann (konungur) mundi leggja fyrir alþingi tillögur nefndarinnar. — Þegar fregnin um nefndartillögurnar kom til landsins, komust hugir manna mjög á flug út af þessu máli. Hefir íslenzka þjóðin naumast nokkuru sinni á síðari ára- tugum orðið jafn-gagntekin af stjórnmálahugleiðingum og þetta sumar. Ræður manna í milli hnigu mjög að þessu máli. Blöð landsins fjölluðu að mestu leyti um þetta mál. Fundarhöld voru um alt land og ræðuhöld mikil. Breytingar urðu á hinni gömlu flokkaskiftingu. Þjóðin skiftist nú í tvo stjórnmálaflokka. Hélt annar flokkurinn fast fr* m frumvarpi þvf, er meiri hluti millilanda- nefndarinnar hafði komist á eitt mál um. Hinn t'lokkurinn var andstæður frumvarpinu að ýmsu leyti og hallaðist að breytingartil-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.