Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1908, Page 93

Skírnir - 01.12.1908, Page 93
Island árið 1908. 381 lenda banka. Peningaþröngin nú í árslokin genr útlitið mjög ískyggilegt, hætt við að peningaskorturinn hafi víðtæk áhrif á hagi landsmaima, ef eigi verður viturlega ráðin bót þar á. Samgöngur á sjó hafa verið með betra móti þetta ár. Strandferðirnar betri en síðastliðið fjárhagstímabil, þótt því fari fjarri, að þær sjeu fullnægjandi enn. Samgóngur við útlönd hafa batnaö að stórum mun. Skip Samein. gufuskipafélagsins og Thore- fólagsins hafa farið svipaðar ferðir og að undanförnu, en skip 0. Watneserfingja hafa farið miklu fleiri feröir þetta ár en áður, alls 23 ferðir milli Kaupmannahafnar, Norvegs og Islands, (aðallega til Austur- og Norðurlands). En auk þessa hefir orðið mikil sam- göngubót að 5 ferðum, er Björgvinjar gufuskipafólagið í Norvegi hefir látið skip sín fara hingað til lands í sumar. Er þetta að ■eins tilraun, en halda mun félagið áfram ferðutmm, ef árarigurinn verður góður. — Ti! samgöngubóta á landi er símalagning hið helzta, er gert hefir verið. Síini hefir verið lagöur á þessu ári frá Hrútafirði til ísafjarðar og þaðan til Patrtksfjarðar; sömul. á Austfjörðum milli Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Ýmsar ákvarðanir frá síðasta þingi hafa komist í framkvæmd á þessu ári, svo sem stofnun lagaskóla og kennaraskóla, er báðir tóku til starfa i október /síðastl. Fyrir kennaraskólann var reist hús sunnanvert í Skólavörðuhæðinni við Rvík en hús- næði hefir orðið að leigja handa lagaskólanum. — Samkvæmt lög- um frá síðasta þingi hefir Hafnarfjarðarverzlunarstaður öðlast kaup- staðarróttindi frá 1. júlí síðastl. Samkvæmt þingsályktun neðri deildar alþingis 1905 og aug- lysingu frá landsstjórninni 4. ágúst þ. á. fór fram jafnhliða alþing- iskosningum 10. sept. um land alt almenn atkvæðagreiðsla alþing- iskjósenda um þaö, hvort lögleiða skuli bann gegn að- flutningi áfengra drykkja. Atkvæðagreiðslan fór svo, að með aðflutningsbanni voru greidd 4897 atkv., en á móti •3248 atkv.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.