Skírnir - 01.08.1910, Síða 117
Orkunýting og menning.
309
því minni orku þarf hann að neyta, og því betur nær
hann tilganginum. Svona er með allar íþróttir og allar
iðnir. Fremjandinn verður því tijótvirkari og hagvirkari
sem hann leggur meiri stund á það sem hann fæst við.
Notagildi orku hans vex.
En mennirnir eru misjöfnum hæfileikum búnir. Einn
er hneigðari til þessa starfa, annar til hins. Fái hver
að helga orku sína því sem bezt hæfir lund hans og lægni,
og öðlist, þannig æfinguna einmitt í því, þá er auðsætt,
að notagildi orkunnar verður mest. Og varla yrði því
með rökum neitað, að mannfélag stæði þá hæst, er hver
meðlimur þess væri á réttri hillu.
Verkaskifting getur nú hins vegar því að eins átt
sér stað, að samvinna sé og viðskifti meðal einstakling-
anna, þvi verkaskiftingu fylgir einhæfni. Því meiri tíma
og orku sem varið er til að verða leikinn i einhverju
einu, því minna vinst til annars, og hver vera er því
ver sett sem hún er einhæfari, ef hún fær ekki að neyta
þeirrar leikni sem hún á. Þess vegna verða með vax-
andi verkaskiftingu að koma æ auðveldari sambönd með-
al einstaklinganna, svo að hver geti komið því sem
hann hefir til brunns að bera þangað sem hann fær það
bezt endurgoldið.
Mennirnir hafa því skapað sér mörg verkfæri og
vélar, til þess að greiða fyrir sambandi og viðskiftum sín
á milli. Hið helzta þeirra er málið, því án þess, í ein-
hverri mynd, er öil samvinna og öll viðskifti ófær. Saga
biblíunnar um Babelsturnsmíðina sýnir ógleymanlega hvern-
ig málið er máttarstoð allrar samvinnu manna, og hversu
kraftarnir tvístrast, er tungumálið villist. Málið er verk-
færi til að láta hugsanir sínar, tilfinningar og vilja í ljósi,
og er því fullkomnara sem minni orku þarf að beita til
að ná þessum tilgangi. Mælikvarðinn er hér enn nota-
gildi orkunnar. Fyrsta krafan er því sú, að málið sé ótví-
rætt, því allur misskilningur veldur vafningum og erfiði,
þar næst að orðin séu auðsögð og auðskilin. Stutt orð
eru því að öðru jöfnu betri en löng. Og sama gildir um