Skírnir - 01.08.1910, Blaðsíða 155
Tveir hellar i Hallmundarhranni.
347
náttúrunnar hendi.1 Við dvöldum hér lítið eitt; skildi eg
eftir nafnspjald mitt með nöfnum okkar Olafs beggja og
dagsetning.
Við gengum síðan fram aftur og skoðuðum ýmislegt
hetur af því sem við höfðum orðið varir við á inneftir-
leiðinni, og eftir hér um bil 1 klukkustund vorum við
komnir framundir opið aftur.
Smuga. — Hleðslur. A inneftirleiðinni hafði
eg veitt því eftirtekt, að smuga ein lág og mjó var út úr
veggnum vinstra megin hér framan til og hugði eg að eg
skyldi aðgæta hana betur. Eg gerði það nú og er eg kom að
henni aftur á úteftir-leiðinni og varð þess brátt var, að hlaðið
var stórum steinum fyrir op hennar eða upp í hana. Eg
tók að bisa við að koma steinunum út, og veittist það
eríitt, því að hér var svo þröngt, að ekki varð náð til
öðruvísi en að bogra á hnjánum. Það mikið gat eg þó
fært til steinana, að eg gat skriðið inn; en er eg lýsti
fynr mér inn í smuguna sá eg aðra hleðsluna litlu innar,
— eða utar réttara sagt, því að nú tók mig að gruna að
smuga þessi væri jafnhliða ganginum, er við höfðum gengið
um inn í hellirinn, og þvergarðurinn var i. Eg smaug
því öfugur fram í aðalhellirinn aftur og lagði steinana
líkt og áður voru þeir.
Við gengum nú út í gegnum ganginn og upp á þver-
pallinn, sem eg gat um, og eftir honum út að veggnum.
Meðfram veggnum var hér gjá eða glufa niður, um 5—6
álna djúp og mjög þröng. Lét eg mig síga hér niður í
og smaug inn eftir skorunni; hún lokaðist brátt yfir höfði
mér. — Varð eg hér lítið eitt var við bein; virtust þau
vera forn og fúin sauðabein; eitthvað lítils háttar varð
eg var við bein á ganginum. — Eg smaug nú inn smug-
una og kom brátt að þverhleðslu, mjög rammgjörðri; væri
það torvelt að flytja mjög til þá steina, er hér voru lagðir.
Lýsti eg inn eftir smugunni og sá að hún mjókkaði nokk-
‘) Er eg kom hér í sumar hafði verið hlaðin hér lítil varða.