Skírnir - 01.08.1910, Page 171
Ritfregnir. 363
•er sjálfsagt ekki sízt þess vegna, aS haun hefir farið með Höllu og
•Olaf upp að Heiðarhvammi.
Og nú eru komin þrjú bindi. Eg hef lesið þau i sömuröðog
þau komu, en altaf hefir farið eins fyrir mór: þegar einu var lokið,
fanst mór eg ekki geta metið það til fullnustu, fyr en eg fengi
næsta bindið og sæi hvað úr þessu ætlaði að verða. Et) gátan er
óleyst enu. Hvern dóm ber að leggja á söguna í heild sinni, fer
eftir því hvernig höfundi tekst að draga saman þræðina í síðasta
bindinu, — og megi eg spá nokkru, þá verður það erfitt. Því eins
og sagan nú horfir við, er hvert bindið atmarsvegar ekki nógu sjálf-
stætt til að lifa lífi sínu út af fyrir sig, og hinsvegar ekki svo
samfelt hinum, að það sé óhjákvæmilegur þáttur heildarinnar.
Halla og Ólafur eru ekki lengur aðalpersónur sögunnar. í raun-
inni finst mór eg ekki þekkja þau stórum betur nú, en þegar
fyrsta bókin, »Halla«, kom. Með hverju bindi koma nýjar persón-
ur fram á sjónarsviðið og draga að sér aðal-athyglina. Þeim eroft
vel og skarplega lýst, en að þær koma við þessa sögu, virðist frem-
ur af handahófi. Það er líkt og á skemtiferð um sveitir þar sem
maður er allsendis ókunnugur. A hvaða bæjum slórað er, fer eftir
smáatvikum og geðþótta. Og í rauninni getur dvölin á einum bæn-
um orðið jafn söguleg og á öðrum.
Þrátt fyrir þetta munu menn lesa bókina með athygli, því Jón
Trausti sór svo margt á ferð sinni og hefir frá nógu að segja. Og
hanu segir oftast vel frá. Lesandinn leggur trúnað á orð hans, og
það eins þó hann finni stundum, hvernig Trausta er í þeli til þeirra
sem hann lýsir. Og margt af því sem hann segir á sór svo ríkan
endurhljóm í minningum þeirra, sem þekt hafa sveitalífið á þeim
tímum er hann segir frá, að engin hætta er á að athyglin dofni.
Því flestir erum við líkir börnum í því, að vilja helzt heyra aftur
þá söguna, sem við þekkjum.
Allir sveitamenn kannast við þjófnaðargruninn sem stundum
fellur á heiðarbúana. Og ekkert þjófsheiti lætur eins illa í íslenzk-
•um eyrum og »sauðaþjófur«. Jón Trausti hefir nú tekið þetta at-
riði til meðferðar i »Fylgsninu«. Það snýst mest um þjófnaðargrun,
þjófaleit og uppljóstrun sauðaþjófnaðar í Bollagörðum. Þjófunum
er einkar vel lýst, þó þeir séu eins ólíkir og drengskapurinn og
varmenskan. Og yfir höfuð stendur þetta bindi fullkomlega jafn-
fætis hinum.
G. F.