Skírnir - 01.08.1910, Síða 175
Ritfregnir.
36T
Ekki er mjer kunnugt um, að Finnar ha.fi enn gert gangskör
að þv< að safna öllum örnefnum þarlendum, enn þó hafa finskir
vísindamenn ritað talsvert um finsk staðanöfn.
Enn hvað gerum við ísiendingar? Eigum við engin órnefni?"
Jú, hvergi mun um auðugri garð að gresja í því efni eun hjer á
landi, þar sem svo að segja hver þúfa á sitt nafn. Er þá ekkert
á íslensknm örnefnum að græða firir íslenska tungu og íslenskt
þjóðerni? Jú, stórmikið! Mörg af þeim hafa að geima eldgömul
orð og mannanöfn, sem annars eru tínd úr máliuu, mörg varpa
skæru ljósi ifir lifnaðarháttu og siðu feðra vorra. Mörg eru að vísu
svo ljós, að þau þurfa lítillar eða engrar skíringar við, enn aftur
eru sum svo mirk og sum svo afbökuð orðin í manna munni, að
rjett ski'ring er mjög vandasöm og svo miklum erviðleikum háð, að
þeir verða ekki ifir stignir, nema beitt sje öllum þeim vopnum sem
vísindi nútímans eiga ifir að ráða. Er hjer þá ekki tækifæri firir
okkur íslendinga til að sína það, eigi aðeins í orði, heldur og á
borði, að okkur er aut um þjóðerni vort og tungu? Eigum við að
skerast úr leik með frændþjóðum vorum í þessu efni? Eða er alt
það, sem við höfum rætt og ritað um þjóðerni okkar á síðari ár-
um, ekki annað enn froða og reikur? Halda menn, að sjerstökii
þjóðerni filgi eintóm rjettindi, eun engar skildur?
B. M. Ó.
Henrik Ussing: Om det indbyrdes Forhold mellein
Heltekvadene i íeldre Edda. Kbh. 1910.
Þrátt fyrir öll þau ógrynni spaklegra spjalla, er um Eddu-
kvæðin hafa verið skráð, fer bók þessi enga erindisleysu. Hún hef-
ur til brunns að bera margar nýstárlegar athuganir um einstök at-
riði og að mörgu leyti frumlega heildarskoðun á þeim bálki kvæð-
anna, sem hún ræðir um. Hún á því skilið að henni só gaumur
gefinn, ekki síst af oss íslendingum.
Rannsókn höf. nær til hetjuljóðanna einna. Annars vegar
rekur hann sambandsþræði þessara kvæða, bæði hina áferðarmeiri,
sem auðsæir eru í fljótu bragði og safnandi þeirra hefur farið eftirr
er hann skeytti þau saman í eiun bálk, og eins hina, sem minna
ber á að vísu, en liggja þó þótt eins og smágerður vefur frá einu
kvæði til annars eða út á við til annara fornra heimilda. Hins
vegar s/nir hann rækilega fram á sjálfstæði og sórbiæ hinna ein-