Skírnir - 01.08.1910, Síða 181
Ritfregnir.
373
Geir T. Zoega: A Concise Dictionary of Old Icelandic.
Oxford 1910. VerS 10 sh. 6 pence.
Enn á n/ hefur hr. yfirkennari Geir Zoéga látið til sín taka
um orðabókarsmíð, samið handhæga orðabók yfir forníslensku, með
enskum þyðingum, sérstaklega ætlaða námsmönnum meðal ensku-
mælandi þjóða. Og því verður ekki neitað, að hún kemur þeim,
og öðrum, í góðar þarfir, með því að bók sú, er kend er við Cleasby,
er óhandhæg við nám, afardýr og nú lítt fáanleg. Höf. kveðst hafa
stuðst mestmegnis við Cleasby og sælst eftir þeim orðum einum,
er líklegt þótti að kæmi fyrir í námslestri stúdenta, Skáldyrðum
sleppir hann flestum (nema úr Eddukvæðunum), römmustu sór-
heitum í lögfræði, guðfræði o. s. frv., og sömuleiðis öllum tilvitn-
unum, en lætur þó stutt dæmi fylgja mörgum oröum, til þess að
benda á notkun þeirra. Að svo miklu leyti sem eg hef getað
glöggvað mig á bókinni í fljótu bragði, fellur hún mór vel í geð:
valið er gott, þýðingar yfirleitt glöggar og miklum orðasæg komið
fyrir innan þröngra marka. En — ekki verður á alt kosið í slík-
um ritum; skerin eru fleiri en svo, að hjá öllum verði siglt. Or-
fárra orða hef eg saknað, er koma fyrir í sögunum eða Eddukvæð-
uuum t. d.: gýligjöf (Njála), hreyfingr (Vápnf.s.), gesta-
m a ð r (Bisk.), hornagarðr (Sturl.), slundasamlega (Eyrb.)
tygilegr (Bsk., Sturl., Grett.: tygileg orð = ertiugarorð; skylt
sögnunum tjiíga og toga = ginna, mana); á r n, n. ( = strit),
ögurr, ögurstund. Á stöku stað hafa slæðst inn rangar
þýðingar eða ónákvæmar. T. d. þýðir g i z k i (< geitski) ekki
»einskonar klútur«, heldur »geitskinn«, svo sem sjá má af saman.
burði á þeim stöðum, þar sem þessi orö eru notuð í sams konar
sambandi (Vatnsd. 36, 47; Nj. 12; Reykd. 14); viðbótin »eða dúki«
í Vatnsd. 36 er greinileg skýringartilraun ritara, er skildi ekki orð-
ið g i z k i ; geitskinn koma svo sem kunnugt er mjög við sögu um
vætti og fjölkyngi. Kvenskygn þýðir kvenglöggur, þ. e. glögg-
ur á kvenfegurð (ekki: looking after women); hreyti-
s p e 1 d i er = þeytispjald (e. b u m m e r s, ekki t o p); a 1 d r -
tregi (Háv. 20: gráðugr halr---------etr sér aldrtrega) =aldrmein,
líftjón (ekki: lifelong sorrow); beltadráttr er ein tegund
reipdráttar, en ekki sama sem »beltaspennan« norska, svo sem höf.
virðist gefa í skyn með þýðingunni close struggle (sbr. Nordb.
legeml. Udd. bls. 140). Orðiö tigi mun eiga að vera tig (rótorð
til *t í g a, *teig, *tigum, tiginn, sbr. h n i g og stig til
hníga og stíga) og þýðir líklega umtal, tilgreining; það kemur