Skírnir - 01.08.1910, Page 187
Frá útlöndum.
379
í vetur sem leið kom út rit, samið af merkum ríkisréttar-
fræðingum af ymsum þjóðum, til varnar sjálfstæði Finnlands.
Töldu þeir það ekkert efamál, að Finnland ætti að lögum rótt til
þess að ráða sór sjálft, eins og fullvalda ríki, og vera óháð lög-
gjafarvaldi Rússa. Þetta rit var út komið skömmu áður en rúss-
neska þingið fókk Finnlands-frumvarpið til meðferðar, svo að frum-
varpið virtist koma fram eins og svar gegn því riti frá rússnesku
stjórninni. Það er Stolypin, yfirráðherra Rússa, sem ráðið hefir
mestu um úrslitin, sem þetta mál hefir fengið.
Nýlega hefir Rússakeisari staðfest lög um jafnrétti Rússa og
Finna í Finnlandi. í þeim er kveðið svo á, að rússneskir þegnar
skuli hafa þar öll hin sömu réttindi og innhornir Finnar. Þeir,
sem tekið hafa próf í rússneskum skólum, fái sömu réttindi í Finn-
landi og þeir, sem tekið hafa próf í finskum skólum. Hver, sem reynir
að hindra jafnrótti Rússa við Finna í Finnlandi, skal svara til
sakar fyrir dómstólunum, og skulu þær sakir dæmast í St. Péturs-
borg. Nyrri grein skal skotið inn í hegningarlögin, er ákveði
hegningu fyrir þetta lögbrot alt að’500 rúbla fjárútlátum, eða þá
fangelsi, minst einn mánuð, en lengst* tvö ár, og fylgi þeirri
hegningu missir vissra réttinda. Lög þau eiga að öðlast gildi
14. jan. 1911.
Japan innlimar Kóreu.
Kórea hefir verið þrætuepli nú á síðari arum. Kínverjar, Jap-
ansmenn og Rússar hafa kept um að ná þar yfirráðum. Nú hafa
Japansmenn orðið hlutskarpastir. Það eiga þeir að þakka sigrinum
yfir Rússum fyrir nokkrum árum, því ef Rússar hefðu þá borið
liærra hlut í þeim viðekiftum, þá er það víst, að Kórea hefði orðið
þeim að bráð.
Kórea hefir að nafninu til verið keisaradæmi. En á síðari ár-
um hefir þó vald Kóreukeisara í reyndinni verið lítið sem ekkert.
Japansmenn hafa lengi verið mjög hlutsamir um öll mál Kóreu,
bæði út á við og inn á við, og síðan striðinu lauk milli þeirra og
Rússa, hafa utanríkismál Kóreu að öllu leyti verið í höndum stjórn-
arinnar í Japan. Hún hafði þar fulltrúa við hlið keisarans, og sá
fulltrúi réð þar öllu, sem hann vildi ráða. Þessa fulltrúastöðu
hafði nokkur missiri á hendi einhver frægasti stjórnmálamaður Jap-
ansmanua, Itó greifi, en hann var skotinn þar til bana 26. okt.
síðastliðið ár.