Skírnir - 01.12.1911, Side 6
310
Um lífshætti álsins.
að, en að fjölgunin væri með sama hætti og hjá öðrum
fiskum.
Eftir þessa uppgötvun komu þó fram tvær algjörlega
rangar skoðanir, bygðar á ófullkominni athugun; önnur
sú, að állinn væri tvíkynja (tvítóla), hin, að hann ætti
(lifandi) unga. Astæðan fyrir fyrnefndu skoðuninni var
sú, að menn höfðu ætlað að fita, er sást utan á hrognun-
um (í mjög feitura fiski), væri svil,1) en ástæðan fyrir
hinni síðarnefndu sú, að innyflaormar (spóluormar, Ascaris),
er fundist höfðu í álum, voru álitnir vera fóstur fisksins.
Þessar skoðanir ríktu hvorki meira né minna en nærri
heila öld, og á því tímabili stóð þekkingin á þessu máli
yfirleitt í stað. 1873 gerðist loks sá merkisatburður, að
italskur náttúrufræðingur, S y r s k i í Triest, fann svil í
álum, fann karlfiskinn (hænginn) og kollvarpaði þar
með þeirri kenningu, að állinn væri tvikynja. Þessa upp-
götvun hans staðfestu svo ýmsir náttúrufræðingar á næstu
10 árum, og einn þeirra, ítalinn J a c o b y, gerði þá merku
uppgötvun að karlfiskarnir eru minni en kvenfiskarnir,
sjaldan lengri en 48 cm (18"), og aldrei lengri en 50 cm,
halda sig nær sjó en þeir, í árósum og lónum, en ganga
sjaldan verulega upp í ár. Loks sýndi Þjóðverjinn
Benecke fram á, 1881, að eigi gæti átt'sér stað, að áll-
inn ætti unga; til þess væri eggjafjöldinn alt of mikill.
Hann fann alt að því 5 miljónir eggja íeinni hrygnu. En í
fiskuin, er eiga unga (t. d. karfa), eru eggin tiltölulega fá.
Um 1880 var þá komið svo langt, að vísindamenn
þektu bæði kyn álsins og voru fullvissir um, að hann
*) Æxlunarefni fiskanna eru (eins og annara dýra) egg ogsæði.
Eggin (hrognkornin) mynda«t í hrogna sekkjunum (eggjakerfun-
um) og eru hnöttóttar frnmlur, með hýði og lifslími (prótóplasma), er
greinist i myndunarhlóma með frjóblöðru (frumlukjarna),
er fóstrið myndast úr, og næringarblóma, er fóstrið nærist á,
meðan það er i egginu. Sæðið myndast i sviljunum (sæðiskirtlum).
Það er hvítur vökvi (,,mjólk“) með aragrúa af sæðisögnum (sperma-
tózóurn); þær eru örsmáar, sjálfhreyfilegar, hýðislausar frumlur, með höfði
(kjarna) og „hala“ úr lífslími. Egg fiskanna frjóvgast vanalega í sjónum
(vatninu), eftir að þeim er gotið.