Skírnir - 01.12.1911, Page 24
328
Tungan.
nýjum myndum, en aðrar gamlar að deyja út; myndir
sem þjóðarandinn vex frá.
I raun og veru talar hver öld, og jafnvel hver kyn-
slóð, að mörgu leyti, sína sérstöku tungu, og það svo, að
vér finnum all-glöggan mun á málfæri sjötugs manns og
tvítugs, sem uppi eru í senn, því hinn yngri hefir tileink-
að sér ný hugtök, nýjan verknað og áhöld, sem krefjast
nýrra táknana og talshátta, og enginn lifir heldur svo til
gamals aldurs, að hann hafi ekki á ýmsan hátt breytt
málfæri sínu frá því er hann var ungur. Auk þess fylgir
hverri atvinnugrein eða starfsgrein all-mikill fjöldi sér-
stakra orða, hugtaka og setninga, sem aðrir atvinnurek-
endur margoft ekki skilja. Sjómaðurinn t. d. þarf að
tákna mikinn fjölda hugtaka, verknaðar og áhalda, sem
fjallabúinn alls ekki skilur. Þetta sýnir að jafnvel sjálft
hugtakið sérstök þjóðtunga hefir reikul takmörk, þegar
betur er að gáð. Það sýnir líka, hve óhugsandi það ert
að tunga, sem töluð er af, starfandi framsóknarþjóð, geti
storknað í ævarandi formi, eða megi gera það. Enginn
getur kynst þeim hugtökum, eða tileinkað sér þær hug-
sjónir, sem tunga hans ekki getur táknað. — Allir geta
séð hve óhugsandi það er, að iðnaðar og siglingaþjóð í
nútima stíl, geti komist af með sömu tungu, sem hún tal-
aði þá, er hún var hirðingjaþjóð. —
En þrátt fyrir þetta — eða máske réttara sagt, ein-
mitt vegna þessa — þá hefir hver þjóðtunga sitt sérstaka
eðli, sín eigin lög, sitt ættarmót, mér liggur við að segja
sitt skapferli, eða lyndiseinkunn og hugbiæ, sem er ætt-
gengt og kynfast, og ólíkt öllum öðrum tungum. En eins
og það er eðlilegt og sjálfsagt lögmál, að sonurinn aldrei
verður hið sama sem faðirinn, hversu náin sem líkingin
er og kynfestan sterk; og eins og það er víst, að sonur-
inn hefir aldrei alveg sömu viðfangsefni og lífsskilyrði
sem faðirinn, eins er það víst og sjálfsagt, að ætterni og
kynfesta tungunnar verður að hlýða sömu lögum. Af
þessu leiðir, að það er einungis það, sem eg hefi leyft
mér að kalla ættarmót tungunnar, sem vér getum varð-