Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 46

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 46
350 Listin að lengja lifið. á mis við marga heilsubót, sem hreina loftið veitti þeim og sólskinið bakaði þeim áður. Það er ein af helztu hug- sjónum heilsufræðinnar að gera húsakynnin svo vel úr garði, að þau geti veitt okkur sömu hlunnindi og útivist- in í hlýju loftslagi og nægu sólskini. Húsin þarf að byggja svo, að sólskins geti notið sem lengst á daginn. Svefnherbergisgluggar eiga að snúa til austurs eða suðurs en í daglegum stofum til suðurs eða vesturs. Það er heillavænleg uppgötvun, sem útlendur byggingarfræðing- ur hefir gert að láta íbúðarhús leika á ási, svo hægt sé að snúa þeim eftir veðri og sól. Það eru ekki mörg ár síðan að kvenfólkið tók upp þann ósið að byrgja fyrir sólarljósið með sólhlífum, og þótti þá um tíma »simpilt« að vera móleitur eða útitek- inn í andliti. Sem betur fer hefir þessi ósiður lagst niður á Norðurlöndum, því þar átti hann ekki heima. Allir mega láta sér vel sæma að verða útiteknir af sól og veðri; móleitt hörund er hraustleikavottur. í útlöndum eru sólböð farin að tíðkast1). Loftböð og sólböð þykja nú engu síðri heilsubót en vatnsböð. Það voru einkum uppgötvanir landa vors Niels Finsens, sem komu mönn- um til að hagnýta sér hin læknandi áhrif sólargeislanna við fleiri sjúkdóma en lúpus, og hefir reynzt vel að nota sólböð bæði við ýmsa lungna- hjarta- hörunds- og blóð- sjúkdóma. Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn, heilindi sitt ef hafa náir ok án löst at lifa, segir í Hávamálum. 3. heilræði: Hreinlœti. Heilbrigðis- og manndauðaskýrslur sýna mesta krank- feldni og mannfelli í þeim löndum og þeim borgarhlutum, ‘) Sólböð eru mjög einföld. Galdurinn er ekki annar en [sá, að klæða sig úr öllu úti á bersvæði i sóiskini og láta sólina baka sig. Loftbað fær maður um leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.