Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 16
320
Um lífshætti álsins.
— um Eystrasalt, dönsku sundin, yfir Norðursjó, út um
Ermarsund, eða norðan um Skotland, út á gotstöðvarnar
úti í Atlanzhafi og hafa enga, mönnum skiljanlega leið-
sögn, nema það væri dýpið (vatnsþunginn), selta og hiti
sjávarins — skilyrði þess, að þeir geti fulnægt hinu mikla
boðorði náttúrunnar, að aukast og margfaldast — því
þessa ferð fara þeir að eins einu sinni. Ur vötnum ís-
lands verða álarnir einnig að takast ferð á hendur langt
suður í Atlanzhaf suður á móts við Skotland, eða ef til
vill enn lengra. Það eru 1000—2000 km., eftir því hvað-
an farið er frá landinu og hvert farið er.
Þessar dvalastaðarbreytingar álsins og þar með fylgj-
andi langferðir má vel telja meðal hinna merkustu atriða í
lifsháttum dýra og ma bezt jafna þeim við ferðir farfugl-
anna; en ferðahvöt farfuglanna er miklu auðskildari,
því að þeir neyðast til að fara sökum fæðuskorts og kulda,
og eiga miklu auðveldara með að rata, bæði af því að
þeir sjá allar leiðir og fara þessar ferðir árlega, í fyrsta
skifti með eldri fuglum. Þessi náttúruhvöt álsins er því
enn merkilegri og miklu torskildari. Hin hliðin á ferða-
laginu, förin frá haflnu upp í ósalt vatn, er að vísu sjálf-
sögð afleiðing af hinu, en þó merkileg og ekki allskostar
auðskilin. Straumarnir hjálpa að vísu lirfunum mikið,
þar sem þeir bera þær inn að ströndum, en seiðin verða
svo að þekkja ósalta vatnið og leita upp í læki, ár og
vötn i instu afkimum innhafanna, án þess að straumarnir
hjálpi þeim og hver veit nema þau rati einmitt upp í
þau vötn, er foreldrar þeirra ólust upp í. Enn erfiðara
er þó að skilja, hvernig á því stendur, að álarnir skuli á
fyrsta æskuskeiði yfirgefa hafdjúpið, þar sem ætið er svo
ríkulegt og frændur þeirra lifa allan sinn aldur, og ein-
kennilegt er það, að meltingarfærin skuli hverfa, meðan
á ferðalaginu og breytingunni stendur. Þetta er ein af
hinum mörgu óráðnu gátum náttúrunnar.
Jarðfrœðisleg sTcyring. Jarðfræðingar hafa fengið fulla
vissu fyrir því, að Eystrasalt hafi um eitt skeið eftir ísöld
verið stöðuvatn, sem hafi haft afrensli þar sem nú eru