Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 49
Listin að lengja lifið.
353
fæðunnar sem þarf til þess. Meiri hlutinn eða f u 11 i r
tveir þriðjungar af fæðunni er eldiviður,
sem brennur í líkamanum, myndar hita og verður starfs-
magn, er knýr likamsvélina áfram, á líkan hátt og kolin,
sem hita upp gufuvélina, breyta vatni í gufu, sem knýr
hjólin áfram. Líkarashitinn veldur því, að ótal efnabreyt-
ingar geta orðið í sellum (frumlum) líkamsvefanna, og
þessar efnabreytingar koma hinum margháttuðu lífshreyf-
ingum á stað, eins og t. d. hugsun í heilanum, hreyfing-
um vöðvanna, starfi kirtlanna o. s. frv. En öll þessi fyrir-
brigði, öll efnaskiftin og umsetningin i öllum minstu fruml-
um likamans fylgja hárfínum, föstum reglum og stjórnast
af viti — undirmeðvitund sem við köllum, en vitum lítið
um hvað er — sem býr í taugakerfinu og er okkur
ósjálfrátt. Þar sem nú meiri hluti fæðunnar er eldsneyti,
er sú fæða auðvitað hollust, sem líkaminn á hægt með að
brenna.
Albúmnínrík fæða,einsog kjöt og fiskur,eðaaf j urta-
fæðu t. d. hnetur og belgávextir (baunir), bætir líkaman-
um vel upp það sem slitnar af honum og er þess vegna
nauðsynleg, en albúmínið er slæmt eldsneyti. Ef mikið
er borðað af albúmínefnum meltast þau illa og það kost-
ar líkamann mikið erfiði að losast við það af jþeim, sem
ekki brennur og sem ekki meltist. Þau brenna illa. Þess
vegna er óholt að neyta þeirra mestmegnis eða eingöngu.
F i t a er hins vegar ágætt eldsneyti, sem brennur vel í
líkamanum, betur en flest annað. En fita er fremur dýr
matur (sérstaklega smjörið). Þá vill nú svo vel til, að í
stað fitunnar eða ásamt henni stendur okkur til boða
langtum ódýrari, en álíka góð eldsneytisfæða, en það er
stívelsi og sykur (kolvetni), sem við fáum úr jurta-
ríkinu. I kornmat og ávöxtum iaum vér þessi efni, þau
brenna vel í líkamanum og reynast jafnholl fitunni. Þau
eru okkar daglega brauð. Forfeður okkar neyttu mest-
megnis fituefna, en höfðu kolvetni sér til sælgætis. Við
borðum aftur meira af kolvetnum nú, en minna af fitu —
fitan er orðin að eins viðmeti. Fita og kolvetni gjöra
23