Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 28

Skírnir - 01.12.1911, Side 28
332 Tungan. og kryplingar flyttu þar inn, sem fullbygt er fyrir og fullræktað, svo að heilbrigðir og lífsþróttugir frumbyggjar yrðu að hröklast undan, en einmitt slíkt á sér stað um mikinn hluta þeirra orða og talshátta, sem laumast inn i tungu vora meðal ómentaðra fiskimanna og iðnaðarmanna, eða um eldhússdyrnar i kaupstöðum og viðskiftabækur hálf- eða alútlendra verzlana, að ógleymdum auglýsingun- um og illa þýddu sögurusli, hér heima eða vestur í Ameríku. Það er gegn þessum innflutningi, sem vér sér- staklega verðum að gjalda varhuga, og reisa skorður, því fyrri en oss varir hefir athugalaus alþýða veitt þeim inn- borinna réttítungunni, og næsta kynslóð hefir gleymt ætterni þeirra og uppruna. Af vísinda-orðum, sem mentaðir menn nota í ræðu og riti, stafar tungunni þar á móti alls engin hætta, því bæði skipa þau autt rúm í tungunni, nema ónumið land, og svo eru það siðaðir innflytjendur og lög- hlýðnir, sem annaðhvort smám saman beygja sig undir lögmál tunguDnar, eins og svo afar-mikill fjöldi eldri inn- flytjenda, eða þeir draga sig i hlé aftur innan skamms, ef samþýðingin mishepnast. Það verður því aldrei hinn sann-mentaði hluti manna, sem spillir tungunni, jafnvel hversu mikið af erlendum orðum sem þeir nota í ræðu og riti, heldur einmitt hinn þekkingarsnauði hlutinn, þeir sem í raun og veru enga tungu kunna svo, að þeir skynji lög hennar, né heldur þekkja útlend orð frá innlendum. Þess vegna er glögg þekking á tungunni, skilningur á lögum hennar og stofnum fyrsta og óhjákvæmilegasta skilyrðið, ekki einungis fyrir varðveizlu tungunnar og réttri auðgun hennar, bæði af frumstofnunum og með inn- flutningi, heldur og fyrir þeim ræktarhug, sem einn megn- ar að varðveita og umbæta hverskonar arfleifðir . kynslóð eftir kynslóð, öld eftir öld. Eins og ræktarhugur vor til forntungunnar er sama eðlis sem ræktarhugur vor til forfeðranna og foreldris vors, eins verður ræktarhugur vor til nýyrðanna og ný- myndana allra í tungunni, og umhyggja vor fyrir þeim, að vera sama eðlis sem rækt og umönnun vor fyrir börn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.