Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 68
t
Löginannsdæmi Eggerts Olafssonar.
Eftir Kl, Jónsson.
í »æfi Eggerts Ólafssonar« Hrappsey 1784, bls. 9
stendur svo: Ared epter var Hann settr af Konge Vice-
Lögmaðr Sunnann og Austann á Islande .... Miög kom
Honum þetta Embætte óvart, er Hann hafðe alldrei þess
beiðst, enn Höfðingiar í Lærdóms Societæti vildu Han
hefðe nockra Sýslan á Hende, til almennelegrar Nytsemd-
ar sín8 Föðurlands, og útveguðu Honum þessa Nafnbót«.
Þar sem ævisaga Eggerts er samin af alúðarvini hans
og mági, Birni próf. Halldórssyni í Sauðlauksdal, sem
þekti Eggert allra manna bezt og var honum handgengn-
astur, þá er það eðlilegt, að þessi sögn hafi verið tekin
trúanleg af þeim, sem síðar hafa ritað um Eggert, án
þess að þeir hafi rannsakað hana frekar. Þetta er líka
trúlega endurtekið og talið sem merki upp á það mikla
álit, sem Eggert hafi verið í ytra.1)
*) Sjá Isafold, VI. ár, 6. tbl.: „Svo mikið þótti þeim, sem vit
höfðu á, koma til ferðabókarinnar og Eggerts, að hann án nokknrs með-
verknaðar frá hans hálfu sjálfs, og að honnm alveg óvörum, var skipað-
nr varalögmaður Bjarnar lögmanns Markússonar (1767) með heityrði nm
lögmannsdæmið eftir fráfall Bjarnar.11 Þorv. Thoroddsen, Landfræðissaga
III. bindi, bls. 39—40.: Arið eftir (1767) var bann (Eggert) gjörður að
varalögmanni sunnan og austan, og kom honum sá frami mjög óvart;
hann hafði eigi beiðst þess embættis, en vinir hans i vísindafélaginu
útveguðu honum það. ..... Sóst af þessu sem öðru að Eggert hefir
verið mikils metinn meðal fræðimanna i Danmörku11. Jón Jónsson sagn-
fræðingur, Dagrennning bls. 31: „Rættist uú betur úr en hann vænti,
þvi árið eftir (1767) var liann skipaður varalögmaður sunnan og austan á
lslandi og kom honum sá frami mjög á óvart, því hann hafði eigi beiðst
neins.“