Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 33

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 33
Ur hliðinni yfir mónum. 337 hann um byssuna; hægri handleggnum vingsar hann krept- um með siðunni, fram og aftur; meira fram fyrir sig; fingurnir vita niður, gleiðir, bognir — búnir til grips eine og rándýrs klær. Skot dynja. Rjúpnakippan á bakinu stækkar. — Annar maðurinn er gamall; hávaxinn; grár af hærum. Hann gengur hægt; lotinn; velur lautardrögin; læðist — eins og refur. Þegar rjúpurnar styggjast frá hinum, gæta þær hans eigi og setjast einatt í nálægð hans. Byssan er hlaðin. Skotið dynur. — Þriðji maðurinn er unglingur; hár, íturvaxinn; herðibreiður, vöðvastæltur og ber sig vel. Hann fer með mikium ákafa en minni lægni; missir stundum rjúpuna áður en skotið er til; stundum skotið þó rjúpan bíði. En því meira vex áhuginn og ofurkappið. — Allir veiða mennirnir mikið; sá fyrsti þó langtum mest. Rjúpurnar fljúga um móinn, hræddar og ráðviltar; fljúga úr skothríðinni og í hana aftur. — Nú dynur skot; það kemur dálítið fjaðrafok; tvær rjúpur liggja dauðar; sú þriðja baðar vængjunum, kemst 2—3 faðma og liggur svo hreyfingarlaus; sú fjórða bröltir vængbrotin unz skot- maðurinn tekur hana og snýr hana úr hálsliðunum. Aðal- hópurinn flýgur spölkorn og sezt aftur niður í móinn. En ein rjúpa tekur sig út úr og flýgur til fjalla. Hún flýgur æ hærra og hærra, unz hún sést eins og lítill depill í fjarska; þá kippist hún við, hnigur lóðrétt niður eins og steinn — og hverfur.---------- Lítil stund líður. Aftur heyrist skot; aftur liggja nokkrar rjúpur dauðar. — Eg hefi stanzað ósjálfrátt; horfi á mennina og rjúpurnar; hlusta á skotin. Og það er eins og kalt járn smjúgi eftir baki mér endilöngu; brjóstið þrútnar og herpist saman; hnén verða undarlega veik. Eg gleymi hver með mér er; sest aftur niður og horfi á gulnað laufið, sem er að detta. Og um huga minn fljúga spurningar — um það, hvort mennirnir séu og verði alla daga dýr — eða eg sé orðinn gamall og ófær til að lifa. Þá minnist eg þín, lít upp og sé að þú horfir á mig 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.