Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 48

Skírnir - 01.12.1911, Page 48
;352 Listiu að lengja lifið. kendi smekkurinn okkur að velja þá fæðu, sem hafði öll efni að geyma er nauðsynleg voru líkamanum. Vísindin hafa haft að eins litlu þar við að bæta; þau hafa orðið að viðurkenna að sú fæða, sem er holl, er það vegna þess að hún gefur líkamanum þau efni, sem hann vantar. Vér skulum þá athuga hvaða fæðu vér nauðsynlega þurfum. Líkaminn er eins og hver önnur vél, sem slitnar við daglegt strit, og allir partar hans þurfa viðhalds við og endurbóta, en sumir þurfa alveg að endurnýjast. Eins og eðlilegt er þarf því líkaminn að fá öll þau efni sem hann sjálfur er bygður úr. Og líkaminn er bygður úr þessum efnum: a. V a t n i fyrst og fremst, því um 60 % likamans eru vatn. I blóð- inu er mest af vatni, en allir aðrir líkamans hlutar inni- halda meira og minna af vatni; b. A 1 b ú m í n i (holdefni, eggjahvítuefni) sem er megnið af vöðvunum og auk þess í flestum lík- amsvefum eitthvað; c. fi t u, en mismunandi eftir feitlagni manna; og d. m á 1 m e f n u m; í beinunum er kalk og fosfór, í blóðinu og víðar eru járn, kalium, klór, natrium og magnium. — Þetta eru í stuttu máli efnin sem líkaminn er bygður úr. Næringarefnin verða því að vera þessi sömu, og þau fáum vér með þvi að drekka vatn eða drykki, sem mestmegnis eru vatn, og með því annaðhvort að eta dýrahold, sem samsett er úr sömu efnum og vort eigið, eða með því að neyta jurta- fæðu, sem einnig vill svo vel til, að samsett er úr sömu efnum og á svipaðan hátt og líkami vor. Vanalega er fæða vor sótt bæði úr dýra- og jurta- ríkinu og flestum þjóðum heflr reynslan kent að það sé bragðbezta og að líkindum hollasta fæðan. Vér etum nú ekki einungis til þess að lappa upp á og endurnýja líkamsvélina. Það er að eins þriðjungur

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.