Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 60

Skírnir - 01.12.1911, Page 60
364 Ur austri og vestri. hverja taug: Þú heíir vilst — þú hefir ekki valið rétt. Það var eins og gínandi hengiflug opnuðust fyrir fótum mínum og eg hrapaði í kolsvart, endalaust myrkur — svo bilt varð mér; svo lémagna varð eg, hugsun og heillum horfinn. Þetta varaði þó að eins stutta stund, unz skynsemin náði aftur yfirtökum. Og niðurstaða mín varð, að snúa ekki við, hvað sem á eftir kynni að koma. Mér fanst að ef eg kipti nú að mér hendinni gagnvart Sæunni, brygðist eg ekki að eins hennar, heldur einnig sjálfs mín trausti og skæri á minn sterkasta drengskaparþátt. Eg tók Sæunni í faðm minn og kysti hana marga kossa. — Eg sá það ekki fyr en löngu síðar, að einmitt þá sté eg hið fyrsta óheilindaspor hjónabandsins. Við töluðum því næst nokkra stund um framtíðina, og síðan skildum við. En það var eins og eg væri veikur næstu daga, svo undarlega var eg þróttlaus og tilfinningarlaus. Eg náði mér þó, er tímar liðu, og komst smámsaman á þá skoðun að hugboð mitt, á fyrsta fundi okkar Sæunnar, væri mark- leysa, er stafað hefði af ókunnleika okkar; og að sann- ar og heilnæmar ástir mundu takast með okkur við nán- ari kynningu. Vorið eftir giftumst við. Fyrstu árin gekk hjónabandið sæmilega. Við vorum innileg hvort við annað; en þó fanst mér alt af vanta eitthvað. frumlega náttúrlegt í sambandið, er gæti veitt okkur algerða fullnægju. Eg tók og fljótt eftir því, að Sæunn var ónærgætin um vilja minn og þarfir, og féll mér þetta illa. Fyrst hélt eg að þetta mundi stafa af ókunnleika og 4 hugsunarleysi. En brátt komst eg að raun um að hún var ekki laus við að fara í kringum mig, og að henni var ekki svo mjög ant um að fara eftir mínu geði, ef hún gat dulið athafnir sínar, eða látið svo sýnast sem sér hefði verið ókunnugt um vilja minn. Með öðrumorðum: eg komst að raun um að hún elskaði sjálfa sig meira en mig, og að ástaratlot hennar — sem hún

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.