Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 23

Skírnir - 01.12.1911, Page 23
Tnngan. 327 ingar ganga — en þær eru sama sem framfarirnar, sjálf breytiþróunin — þess örari breytinga verður að krefjast af tungunni. Væri sú þjóð til, sem öld eftir öld talaði óbreytta tungu, þá hlyti hún að standa i stað andlega og verklega. Tungan fylgist nákvæmlega með afturför og framför þeirrar þjóðar er hana talar. Þetta sýnir vor eigin saga. Með andlegri og efnalegri hnignun þjóðarinnar glataðist tilsvarandi hluti tungunnar, og hún misti alla hæfileika til að tákna lifandi og starfandi framsóknarlíf; en með vaxandi andlegu og efnalegu starfi auðgaðist hún aftur að nýjum orðmyndum, því nú þurfti hún að tákna nýtt líf, nýtt starf nýrra kynsíóða. Því tungan er ekkert annað en starfsáhald mannsandans, sem hann hlýtur að laga eftir kunnáttu sinni og þroska og þeim viðfangsefn- um sem hann starfar að, á hverju tímabili sögunnar. Úr- elt og ófullkomin áhöld standa jafnt fyrir þrifum hinu andlega sem hinu verklega starfi. Tungan er þjónn vor, en vér ekki þjónar hennar. Vér tölum um gullöld tungu vorrar sem ævarandi fyrirmynd, og er það að visu rétt, sé hún skoðuð sem lifandi fyrirmynd, en ekki dauð og stirðnuð. Því hvert var aðaleinkenni þessarar gullaldar? Einmitt það, að tungan tók stórkostlegum breytingum, af því hið andlega líf þjóðarinnar, sem talaði hana, var að gerbreytast, tók ákaflega bráðum þroska, var gróandi og vaxandi. Gamla xúnastafrófið nægði þá ekki lengur, þótt þjóðlegt væri. Þess vegna dó það út, en hið rómverska var tekið upp. Suðrænn andans blær fór yfir landið og frjóvgaði hinn andlega akur, og með honum barst mikill fjöldi hugmynda og orða, sem einnig frjóvguðu tunguna, festu þar rætur •og löguðu hana til hæfis hinu nýja verkefni. — Eigi nú þjóð vor nýja gullöld i vændum, — sem vér allir óskum og vonum, gullöld visinda og verklegra fram- fara, sem byggjast verður á því þroskastigi, sem mann- kynið yfir höfuð nú hefir náð, þá hlýtur hið sama að ■endurtakast. Tungan hlýtur að breytast og auðgast að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.