Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 47

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 47
Listin að lengja lífið. 351’. þar sem óþrifnaður er mikill. Hvers vegna? Vegna þess að allur óþrifnaður hlynnir að vexti og þróun sótt- kveikjanna, bakteríanna. Veraldarsagan kann þar frá mörgu að segja. Forfeður vorir á. miðöldunum voru mestu sóðar og kunnu ekki að ræsta burt óþverrann frá heimilum sínum, þorpum né bæjum. Þess vegna fór eins og fór, í hvert skifti sem einhver næm sótt kom upp, að hún óð yfir eins og eldur í sinu. Nú vitum vér að næm- ar sóttir orsakast af bakteríum, sem forfeður vorir gátu ekki komið auga á, en sem vér erum orðnir það skyggn- ari að geta séð og varast. Alt hreinlæti stuðlar að útrýmingu sóttkveikjanna og er því í rauninni öflugt sóttvarnarmeðal. Hvort sem vér þvoum sjálfum okkur, fatnaðinn og herbergi, eða eyðum ryki og sjáum vandlega um burtrýmingu saurinda, skolps og rusls frá híbýlum voium, þá miðar það alt að því sama, að eyða þeim jarðvegi, sem bakteríurnar elska að fá að þroskast í. Munum eftir því að holdsveiki hefir víðast hvar dottið úr sögunni þar sem þrifnaður heflr komist á hátt stig. Taugaveiki og tæring fylgja sömu reglum. Sullaveiki og aðrir kvillar sem orsakast af snikjugestum í eða á líkamanum þverra einnig að þvi skapi sem þrifnaður eykst. Blóðeitrun, fingurmein og ígerðir eru ólíkt tíðari hjá þeim, sem vanrækja að ræsta hörund sitt. Og þannig má margt fleira týna til. Þrifn- aður er heilsubót. Mikil sápueyðsla er alment talin bera vott um hátt menningarstig1). 4. heilrœði: Hollur matur og drykkur. Það er hollur matur og hollur drykkur, sem mönn- um verður yfirleitt gott af. Og yfirleitt má segja að hollusta matar og drykkjar fylgi góðu bragði. Það sem gott er á bragðið er vanalega holt, en það sem ilt er á bragðið er óholt. Smekkurinn hefir leiðbeint okkur frá alda öðli. Löngu áður en nokkur efnafræði varð til, *) Um þýðingu þrifnaðarins fyrir heilsuna hef eg ritað ítarlegri grein í 10. árg. Eimreiðarinnar 3. hefti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.