Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 5

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 5
Um lífshætti álsins. 309 álsins helzt varir í tjörnum, flóðum og síkjum, var vist einkum sú, að hann kviknaði í leðju eða rotnandi efn- um. En við sjóinn, meðal fiskimanna, er stunduðu ála- veiðai' í lónum, árósum eða meðfram ströndum, í fjörðum og sundum (eins og gert er víða við Eystrasalt, í Dan- mörku og á Norðurítalíu), var sú skoðun víst algengust, að hann gyti á grunni í fjörðum og með ströndum fram, einkum þar sem marhálmur og annar þéttur gróður, eða jafnvel rotnandi þari er í botni. Þessi skoðun hafði eðli- lega myndast af því, að menn sjá oft urmul af smáum álaseiðum á svona stöðum (sjá síðar) og sú skoðun er víst langt frá því dauð enn. Skoðanir vísindamanna á þessu máli tóku ekki mikið fram skoðunum alþýðu, sem ekki var von, því að þær voru ekki bygðar á neinum verulegum rannsóknum. Jafn- vel hinir miklu náttúrufræðingar fornaldarinnar, þeir Ari- stóteles og Plinius reyndu að gera sér grein fyrir þessu, en komust ekki lengra en alþýðan, því þeir hugðu álinn vera kviknaðan úr möðkum eða slepju. Við þetta sat eðlilega meðan visindamennirnir létu sér nægja að sækja allan fróðleik um náttúruna í rit þessara ágætu fornaldar vísindamanna, o: þangað til langt fram á 18. öld, þegar náttúruvísindin (tilraunavísindin) tóku að lifna við fyrir alvöru. Rannsóknir síðustu alda. Fyrsta merkisuppgötvunin er gerð var viðvíkjandi æxlun álsins var sú, að ítalskur náttúrufræðingur, Mondini að nafni, fann, við rannsókn á innyflum álsins 1777, að í honum voru hrogn (egg) eins og i öðrum fiskum, og þrem árum síðar gerði merkur danskur náttúrufræðingur, 0. Fr. Múller1), hina sömu uppgötvun, án þess að vita um uppgötvun hins. Með þessu var hnekt hiimi gömlu kviknunarkenningu; því þegar eggin voru þekt, var engin ástæða til að ætla ann- ’) Flestar merkis-uppgötvanir viðvikjandi lífsháttum álsins hafa danskir og ítalskir náttúrufræðingar gert, eins og sjá má á því, sem sagt verður hér á eftir. Það er eðlilegt, því að i Danmörku og á Italiu eru mestar álaveiðar hér í álfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.