Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 5

Skírnir - 01.12.1911, Page 5
Um lífshætti álsins. 309 álsins helzt varir í tjörnum, flóðum og síkjum, var vist einkum sú, að hann kviknaði í leðju eða rotnandi efn- um. En við sjóinn, meðal fiskimanna, er stunduðu ála- veiðai' í lónum, árósum eða meðfram ströndum, í fjörðum og sundum (eins og gert er víða við Eystrasalt, í Dan- mörku og á Norðurítalíu), var sú skoðun víst algengust, að hann gyti á grunni í fjörðum og með ströndum fram, einkum þar sem marhálmur og annar þéttur gróður, eða jafnvel rotnandi þari er í botni. Þessi skoðun hafði eðli- lega myndast af því, að menn sjá oft urmul af smáum álaseiðum á svona stöðum (sjá síðar) og sú skoðun er víst langt frá því dauð enn. Skoðanir vísindamanna á þessu máli tóku ekki mikið fram skoðunum alþýðu, sem ekki var von, því að þær voru ekki bygðar á neinum verulegum rannsóknum. Jafn- vel hinir miklu náttúrufræðingar fornaldarinnar, þeir Ari- stóteles og Plinius reyndu að gera sér grein fyrir þessu, en komust ekki lengra en alþýðan, því þeir hugðu álinn vera kviknaðan úr möðkum eða slepju. Við þetta sat eðlilega meðan visindamennirnir létu sér nægja að sækja allan fróðleik um náttúruna í rit þessara ágætu fornaldar vísindamanna, o: þangað til langt fram á 18. öld, þegar náttúruvísindin (tilraunavísindin) tóku að lifna við fyrir alvöru. Rannsóknir síðustu alda. Fyrsta merkisuppgötvunin er gerð var viðvíkjandi æxlun álsins var sú, að ítalskur náttúrufræðingur, Mondini að nafni, fann, við rannsókn á innyflum álsins 1777, að í honum voru hrogn (egg) eins og i öðrum fiskum, og þrem árum síðar gerði merkur danskur náttúrufræðingur, 0. Fr. Múller1), hina sömu uppgötvun, án þess að vita um uppgötvun hins. Með þessu var hnekt hiimi gömlu kviknunarkenningu; því þegar eggin voru þekt, var engin ástæða til að ætla ann- ’) Flestar merkis-uppgötvanir viðvikjandi lífsháttum álsins hafa danskir og ítalskir náttúrufræðingar gert, eins og sjá má á því, sem sagt verður hér á eftir. Það er eðlilegt, því að i Danmörku og á Italiu eru mestar álaveiðar hér í álfu.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.