Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 61

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 61
Úr vestri og austri. 36ö var raunar altaf sparsöm á — voru miklu fremur meira og minna vísvitandi viðleitni til að vinna gæði af minni bálfu, heldur en ávöxtur náttúrlegrar, ósjálfráðrar ástar og velvildar. Þegar eg áttaði mig fyrst á þessu, tók eg það mjög nærri mér. En eg þurfti ekki að grafa lengi í mitt eigið sálarlíf, til að flnna að ástinni var likt háttað á mína hlið, og að þarna var hún að koma fram í dagsljós- ið hyldýpisgjáin á milli okkar, sem skyndihugboð mitt hafði kafað í, á okkar fyrsta ástarfundi. Eg reyndi enn um hríð að sýna Sæunni nærgætni og blíðu, í þeirri trú að brú gæti komist á milli okkar. En þegar sá árangur, sem eg vænti eftir kom samt sem áður ekki, fór eg að þreytast og missa vonina og jafnvel að finna til nokkurs kala í hennar garð. Eg hafði jafn- an verið hneigður til bókvísi og heimspekilegra athugana, og fór nú að stunda þau efni meira en áður og hvenær sem eg komst höndum undir. En af Sæunni skifti eg mér æ minna og minna. Svona leið nokkur tími. En þá fór eg að taka eftir breytingu á geðsmunum Sæunnar. Hún fór að sýna mér meiri nærgætni í ýmsum greinum, en verið hafði; en á hinn bóginn beitti hún mig enn meiri óhlifni í sumum sökum og varð yfirleitt örgerðari, vanstiltari og stórlyndari. Ohlífni hennar gagnvart mér kom fyrst um sinn einkum niður á bókiðnunum. Hún fór að sitja um að koma börnunum til min, þegar eg las eða skrifaði, og bar fyrir að lítið gerðist á heimilinu. Og þvi meira, sem eg var sokkinn niður í eitthvert efni, því meiri ástríðu virtist hún hafa til að trufla mig á þenna hátt. Mér gekk mjög illa að fyrirgefa henni þetta og hugur minn til hennar tók nú alvarlega að kólna. En þó varðist eg því enn að sýna henni kulda í orðum og viðmóti. Jafnframt þessu fór Sæunn að sækjast eftir að kom- ast inn i hugsanalíf mitt og sálarlíf yfirleitt. Meðan til- hugalíf okkar stóð yfir, og fyrsta hjónabandsárið, hafði eg talað við hana um ýmiskonar efni, án þess að komast verulega að raun um, hvar hún var andlega stödd; því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.