Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 61

Skírnir - 01.12.1911, Side 61
Úr vestri og austri. 36ö var raunar altaf sparsöm á — voru miklu fremur meira og minna vísvitandi viðleitni til að vinna gæði af minni bálfu, heldur en ávöxtur náttúrlegrar, ósjálfráðrar ástar og velvildar. Þegar eg áttaði mig fyrst á þessu, tók eg það mjög nærri mér. En eg þurfti ekki að grafa lengi í mitt eigið sálarlíf, til að flnna að ástinni var likt háttað á mína hlið, og að þarna var hún að koma fram í dagsljós- ið hyldýpisgjáin á milli okkar, sem skyndihugboð mitt hafði kafað í, á okkar fyrsta ástarfundi. Eg reyndi enn um hríð að sýna Sæunni nærgætni og blíðu, í þeirri trú að brú gæti komist á milli okkar. En þegar sá árangur, sem eg vænti eftir kom samt sem áður ekki, fór eg að þreytast og missa vonina og jafnvel að finna til nokkurs kala í hennar garð. Eg hafði jafn- an verið hneigður til bókvísi og heimspekilegra athugana, og fór nú að stunda þau efni meira en áður og hvenær sem eg komst höndum undir. En af Sæunni skifti eg mér æ minna og minna. Svona leið nokkur tími. En þá fór eg að taka eftir breytingu á geðsmunum Sæunnar. Hún fór að sýna mér meiri nærgætni í ýmsum greinum, en verið hafði; en á hinn bóginn beitti hún mig enn meiri óhlifni í sumum sökum og varð yfirleitt örgerðari, vanstiltari og stórlyndari. Ohlífni hennar gagnvart mér kom fyrst um sinn einkum niður á bókiðnunum. Hún fór að sitja um að koma börnunum til min, þegar eg las eða skrifaði, og bar fyrir að lítið gerðist á heimilinu. Og þvi meira, sem eg var sokkinn niður í eitthvert efni, því meiri ástríðu virtist hún hafa til að trufla mig á þenna hátt. Mér gekk mjög illa að fyrirgefa henni þetta og hugur minn til hennar tók nú alvarlega að kólna. En þó varðist eg því enn að sýna henni kulda í orðum og viðmóti. Jafnframt þessu fór Sæunn að sækjast eftir að kom- ast inn i hugsanalíf mitt og sálarlíf yfirleitt. Meðan til- hugalíf okkar stóð yfir, og fyrsta hjónabandsárið, hafði eg talað við hana um ýmiskonar efni, án þess að komast verulega að raun um, hvar hún var andlega stödd; því

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.