Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 1

Skírnir - 01.12.1911, Page 1
Um lífshætti álsins. Brot úr sögu dýra-Iíffræðinnar. Eftir Bjarna Sœmundsson. Állinn (vatnaállinn, Anguilla vulgaris) er einn af þeim íiskum, er allur almenningur í Norðurálfu þekkir bezt að útliti og ýmsum lifsháttum, sökum þess, að hann er svo afar-algengur í láglendum héruðum, í fljótum, tjörn- um, síkjum og flóðum. En flest sem lýtur að æxlun hans og fjölgun hefir verið hulinn leyndardómur fram á síðustu aldir, jafnvel fram á síðustu áratugi. En einmitt á þrem síðustu áratugum hafa menn í flestum löndum hins ment- aða heims byrjað á víðtækum rannsóknum á lífsháttum hinna nytsamari sjávarfiska, og þessar rannsóknir hafa þegar leitt margt i ljós, er menn höfðu enga hugmynd um áður; eitt af því er fjölgun álsins. Lífshættir álsins eru svo merkilegir, og það hefir verið svo erfitt að kom- ast að réttum skilningi og fá fulla þekkingu á ýmsu í því máli, að eg hygg að lesendum »Skírnis« muni þykja fróðlegt að vita eitthvað um það, enda þótt állinn eigi ekki neinum sérlegum vinsældum að fagna hjá allri al- þýðu hér á landi. Hann er sem sé hvorki talinn fémæt- mætur né fagur. Það sem sagt verður hér á eftir er, með litlum við- bótum, erindi, sem höfundur fiutti í fyrra haust á fundi í »Mentamannafélaginu« í Reykjavik. 1. Állinn og frændur hans. Það á eigi við að setja hér langa lýsingu á álnum, enda þekkja menn hann hér víða. Hann er langur og 20

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.