Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 55

Skírnir - 01.12.1911, Page 55
Listin að lengja lífið. 359 alt«, eins og postulinn ráðlagði, en þetta verður mörgum hált á »sumum at bana, sumum at bölstöfum, fjöld es þats fira tregr«. ‘) Ofát kemur mörgum í gröfina engu síður en 2) of- drykkja. Grulir menn reykja ópíum, en hvítir menn drekka á- fengi og brúka tóbak. Sumir eta arzenik, aðrir drekka sér aldurtrega jafnvel í steinolíu, þótt undarlegt megi virðast. Upp á öllum skrattanum taka menn, sem þeim stendur nautn af. Þótt algjör bindindissemi gagnvart á- fengi og öðru eitri væri mannkyninu hollust, þá er það hugsjón, sem aldrei getur komið til fullra framkvæmda, því ekki er hægt að uppræta alt eitur. Bezta ráðið hefir ætíð verið að lofa mönnum að reka sig á, og láta sér vít- in að varnaði verða. Skaðsemi óhófsins er svo áþreifan- leg í hverju sem er, að allir reka sig þar á. »The na- tural punishment« (náttúrlega hegningin) hélt Herbert Spencer vera þýðingarmesta ráðið i öllu uppeldi; þeir, sem ekki geta hlýtt því, eru fordæmdir, að minsta kosti þessa heims. Hvorki árekstrar né prédikanir geta hjálpað þeim við. En þessir menn eru tiltölulega fáir og þeim fækkar óðum eftir þvi, sem þekking vex, hagur manna batnar og þar með uppeldi barnanna. Allar hættur og torfærur eru örðugir þröskuldir á menningarbrautinni, en þær eru það lika, sem efla og þroska alla framþróun og menning, og hafa reynst beztu skólameistarar mann- kynsins. Það á að byrja snemma að fræða alla unglinga um þá hluti, sem varhugaverðir eru. Til skamms tímahafa allir skól- ar gengið fram hjá þeirri námsgreininni, sem ef til vill er þýð- ingarmest, sem sé heilsufræðinni. Ur þessu er nú verið að bæta í öllum mentalöndum og batnar bráðlega einnig hjá oss. Heilsufræðin mun ætíð brýna fyrir mönnum pi-íjSsv ayav, eins og Stóikarnir. Hún mun ætíð vara æsku- ‘) og a) Sjá greinir þær sem eg hefi áður vitnað til.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.