Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 10
314
Um lifshætti álsins.
til við brúnina á grunni því, er liggur út frá Frakklandi
og Bretlandseyjum. Nær löndum getur hrygningarsvæði
álsins ekki verið, því að álalirfur hafa hvergi fundist nær
löndum en þar, þrátt fyrir allar þær kannanir með síla-
vörpu og öðrum veiðiáhöldum, er gerðar hafa verið á
síðari árum. — Síðan hefir Schmidt farið (á »Thor«) alla
leið suður í Miðjarðarhaf og einnig fundið hrygningarsvæði
lyrir vestan og sunnan Pýreneaskaga.
Árið 1910 fór fiskimálefnastjóri Norðmanna, Dr. J o -
han Hjort, rannsóknarferð um norðanvert Atlanzhaf
milli Evrópu og Nýfundnalands, á skipinu »Michael Sars«.
Fann hann þá strjáling af álalirfum miklu lengra úti í
hafi, en Schmidt hafði áður fundið, jafnvel fyrir sunnan
og vestan Azóreyjar, og þar voru þær mikið smærri en
þær, er áður höfðu fundist. Lítur því út fyrir að hrygn-
ingarsvæðið sé þar úti í miðju Atlantzhafi.
Skilyrði hrygningarinnar. S c h m i d t hefir fundið að
skilyrði þess, að állinn geti hrygnt, eru þau, að dýp-
ið sé að minsta kosti 1000 m., hitinn á því dýpi ekki undir
7° C., og sjórinn fullsaltur úthafssjór (seltan 35,a%0).
Enn óþekt atriði. Loksins er nú búið að fá þekkingu
á mörgu um hrygningu álsins, er áður var í myrkrum
hulið. Þó er ýmislegt eftir að vita ennþá. Enn vita
menn t. d. ekki nákvæmlega hvar eða hvenær állinn gýt-
ur (líklega að vetrinum), né hvernig, hvort það er við
yfirborð, miðsævis eða við botn. Líklegt er að það sé
miðsævis, eða við yfirborð, því að egg álategunda (óvíst
hverra) hafa fundist þar. Eins er mönnum líka ókunnugt
um, hve lengi eggin eru að klekjast út, og um fyrstu
vaxtarstig lirfunnar.1)
Alslirfan og hreyting hennar í glerál. Álslirfan er
‘) Likt er einnig ástatt um annan alþektan fisk, kákarlinn.
Ennþá vita menn ekkert um, hvernig liann kemur í heiminn, hvort það
•er sem egg eða ungi, né heldur hvar það er. Hann dregur sig út i
-djúpin og hættir yfirleitt að veiðast i ágúst og er því líklegt að hann
.gjóti (verpi) á 2—300 faðma dýpi. Smáhákarl (got) gengur inn i firði
•eftir jól eða nýár, en smærri fiskar en 2—4 fet á lengd sjást aldrei.