Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 3

Skírnir - 01.12.1911, Page 3
Um lifshætti álsins. 307 sjaldan vart á svæðinu frá Skjálfanda til Lónsheiðar.1) Þetta er eðlilegt, því að állinn á heima í tempruðum löndum (og sjó) og þykir að líkindum of kalt í vötnum og sjó hér norðaustanlands og austan, enda er sjór þar kaldari en annarsstaðar hér við land og sama mun vera um vötn á láglendi. Dvalarstaðir. Allinn iifir einkum í lægstu héruðum landanna; í grunnum mýratjörnum, flóðum, síkjum, ám og lækjum, þar sem mikil leðja er í botni og blómlegur jurtagróður. Hér á landi iítur út fyrir, að hann sækist eftir v o 1 g u v a t n i, t. d. Varmá í Mosfellssveit, Lauga- læknum hjá Reykjavik og ýmsum lækjum á Vestfjörðum. Annars er hann einnig tiður í lónum og árósum, þar sem vatnið er sjóblandað, og hann sést einnig í fjörupollum, t. d. í Grindavík og þar smýgur hann langar leiðir eftir neðanjarðar sprungum upp í fiæðitjarnir og hraungjár með vatni í. Stundum skríður hann á milli tjarna, eftir votum jarðvegi, án þess að hann saki, því að tálknaopin eru svo þröng, að ekki er sérleg hætta á því að tálknin þorni. Af sömu ástæðu má senda hann lifandi langar leiðir í votum mosa í tilluktum kössum. — A vetrum þegar frost eru mikil, grefur hann sig djúpt niður í leðju vatnanna og mókir þar. Sagt er að hann þoli að gadd- frjósa um hríð. Burtför álsins úr vötnum. Állinn vex upp í ósöltu, eða lítt söltu vatni og getur dvalið þar um langan tíma eftir að hann er fullvaxinn. Meðan hann er þar, er litur hans dökkur að ofan, gulleitur eða ljós á hliðum og kvið (»guláll«). Meltingarfærin eru í fullum þroska og állinn tekur óspart til sín alls konar fæðu (smákvikindi, smá- fiska, ýmiskonar ruður, slóg og hræ), en æxlunarfærin (hrogn og svil) eru alveg óþroskuð, eggin t. d. ósýnileg berum augum (míkróskópisk). En svo kemur að því, að hann tekur miklum breytingum. Hann fær á sig silfurlit *) Eg varð þess var i fyrrasumar, að menn á Austfjörðum hugðu langan og mjóan sjávarfisk, er nefnist mjóni (Lumpenus lampetri- formis) vera ál. 20*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.