Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 8
312
Um lífshætti álsins.
náði í Leptoceph. Momsii og hélt honum í sjóbúri (sjó-
akvarii) í 7 mánuði, og á þeim tíma breyttist hann í lít-
inn hafál, og með því var fengin full vissa fyrir því, að
getgáta Gills var rétt.
Alslirfan fundin. Þetta gaf bendingu um, að vatna-
állinn hlyti að eiga sinn »Leptocephal«, eins og frændi
hans hafállinn, og hlaut því að fllýta fyrir ráðningu á gát-
unni um fjölgun álsins, eins og lika varð raunin á. I
Messínasundi er, eins og áður var sagt, mikið um þessar
fiskalirfur. Þar eru harðir straumar og hringiður, og
berast því mörg smádýr neðan úr djúpinu upp að yfir-
borði, og meðal þeirra »Leptocephalarnir«. Á árunum
1889—1892 söfnuðu tveir ítalskir náttúrufræðingar G rassi
og Calandru^cio lirfum í sundinu og breyttist ein
tegund þeirra, er nefnd hafði verið L.
hrevirostris, í álsseiði (»glerál«), auk þess sem þeir
fundu hana á ýmsum breytingarstigum, milli »Leptocephals«
og gleráls. Með þessu var loks stigið stórt skref í rann-
sóknunum á þessu máli. Állinn líktist í þessu sem flestu
öðru frændum sínum, og hlaut samkvæmt þessu að hrygna
og klekjast út á miklu dýpi.
Nú lá í augum uppi, að állinn í Miðjarðarhafslöndun-
um hlyti að gjóta í Miðjarðarhafsdjúpunum; sást lirfa
hans þar stundum í mergð i mögum tunglfiska, en
lítið vita menn nánara um gotsvæðin.
Hrygningarsvœði ála ur öðrurn löndum Evrópu. Nú
var eftir að vita hvar álar úr öðrum löndum Evrópu
hrygndu, og liðu enn allmörg (13—14) ár þangað til menn
urðu nokkurs vísari um það. En þá kemur aftur til sögunn-
ar danskur náttúrufræðingur, Dr. Jóhannes Schmidt,.
sá er staðið hefir fyrir fiskirannsóknunum hér við land
undanfarin ár á »Thor«. Á leið til íslands í maí 1904
fekk hann af hendingu eina álslirfu í sílavörpu miðsævis
á 1100 m. dýpi, all-langt vestur af sunnanverðum Fær-
eyjum. Það var merkilegur fundur, því það var fyrsta
álslirfan, er fundist hefir í Atlanzhafi. í ágúst sama ár
fann brezkur náttúrufræðingur, Holt, aðra lirfu fyrir