Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 26

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 26
330 Tungan. gullaldarforfeðrunum, er ekki það, að tala og hugsa alveg eins og þeir, lifa þeirra líf upp aftur, heldur hitt, að íinna vorum hugsunum, voru sálarlifi, vorum athöfnum, eins og það nú er, jafn fagurt og fullkomið form í tungunni, eins og þeir fundu sínum hugsunum, sínu sálarlífi, sinni trú og athöfnum; en vér vitum, að nú er þetta alt á annan veg, en það var til forna. Og vér óskum ekki að það hverfi aftur til sinnar fornu myndar, því vér höfum einmitt fest ást og rækt við það eins og það er nú. Ekki heldur getum vér óskað, eða höfum nokkurn rétt til þess, að óska kyrstæðis framvegis. Þvert á móti. Vér óskum og krefjumst sífeldra, og sem mestra umbóta og framfara, með öðrum orðum, breytinga frá þvi, sem nú er. Og þessi krafa vor, sem auðvitað er í fullu samræmi við fram- þróunarlögmálið sjálft, hlýtur einnig að ná til tungunnar, eins og alls annars, hvort sem vér erum oss þess með- vitandi eða ekki, eða höfum gert oss grein fyrir þessari sjálfsögðu afleiðingu af réttmætum kröfum vorum og ósk- um. Vér höfum því enga kröfu til þess, að afkomendur vorir hugsi og tali á sama hátt og vér, enda erum vér, sem nú lifum, ekki íslenzka þjóðin í fylstu og rýmstu merkingu, heldur að eins fulltrúar hennar, þá stuttu stund sem vér lifum, milliliðir milli feðranna og afkomenda vorra, gæzlumenn um litla stund hinnar andlegu og efna- legu arfleifðar þjóðar vorrar. Þessa arfleifð eigum vér auðvitað að rækta og umbæta, eins og vér höfum vit og menningu til, en vér höfum engan rétt til, að setja eða fyrirskipa ævarandi reglur um meðferð þessarar arfleifð- ar eftir vorum höfðum, enda væri það gagnslaust, því slíkt mundi hafa lítið gildi i augum ókominna kynslóða. — Eg hefi nú leitast við að finna grundvallarreglu fyrir hlutverki voru sem einnar kynslóðar hinnar islenzku þjóðar, með sérstöku tilliti til tungunnar, og þess ákvæðis um hana, sem stendur í stefnuskrá ungmennafélaganna. Að heimfæra þessa meginreglu á praktiskan hátt, yrði of langt mál, enda hygg eg að heimfærslan verði í rauninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.