Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 26

Skírnir - 01.12.1911, Page 26
330 Tungan. gullaldarforfeðrunum, er ekki það, að tala og hugsa alveg eins og þeir, lifa þeirra líf upp aftur, heldur hitt, að íinna vorum hugsunum, voru sálarlifi, vorum athöfnum, eins og það nú er, jafn fagurt og fullkomið form í tungunni, eins og þeir fundu sínum hugsunum, sínu sálarlífi, sinni trú og athöfnum; en vér vitum, að nú er þetta alt á annan veg, en það var til forna. Og vér óskum ekki að það hverfi aftur til sinnar fornu myndar, því vér höfum einmitt fest ást og rækt við það eins og það er nú. Ekki heldur getum vér óskað, eða höfum nokkurn rétt til þess, að óska kyrstæðis framvegis. Þvert á móti. Vér óskum og krefjumst sífeldra, og sem mestra umbóta og framfara, með öðrum orðum, breytinga frá þvi, sem nú er. Og þessi krafa vor, sem auðvitað er í fullu samræmi við fram- þróunarlögmálið sjálft, hlýtur einnig að ná til tungunnar, eins og alls annars, hvort sem vér erum oss þess með- vitandi eða ekki, eða höfum gert oss grein fyrir þessari sjálfsögðu afleiðingu af réttmætum kröfum vorum og ósk- um. Vér höfum því enga kröfu til þess, að afkomendur vorir hugsi og tali á sama hátt og vér, enda erum vér, sem nú lifum, ekki íslenzka þjóðin í fylstu og rýmstu merkingu, heldur að eins fulltrúar hennar, þá stuttu stund sem vér lifum, milliliðir milli feðranna og afkomenda vorra, gæzlumenn um litla stund hinnar andlegu og efna- legu arfleifðar þjóðar vorrar. Þessa arfleifð eigum vér auðvitað að rækta og umbæta, eins og vér höfum vit og menningu til, en vér höfum engan rétt til, að setja eða fyrirskipa ævarandi reglur um meðferð þessarar arfleifð- ar eftir vorum höfðum, enda væri það gagnslaust, því slíkt mundi hafa lítið gildi i augum ókominna kynslóða. — Eg hefi nú leitast við að finna grundvallarreglu fyrir hlutverki voru sem einnar kynslóðar hinnar islenzku þjóðar, með sérstöku tilliti til tungunnar, og þess ákvæðis um hana, sem stendur í stefnuskrá ungmennafélaganna. Að heimfæra þessa meginreglu á praktiskan hátt, yrði of langt mál, enda hygg eg að heimfærslan verði í rauninni

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.