Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 14
318
Um lifsbætti álsins
komnir nærri gotum, hafa haft 'mjög stór augu, * miklu
stærri, en þegar þeir fara í sjóinn (sjá 3. mynd).
Allinn hrygnir Uklega ekki nema einu sinni. Jakobvr
sá er áður er nefndur, sýndi fram á, með rannsókn á ála-
hrognum, 'að állinn mundi ekki gjóta ’nema einu sinni á-
æfinni. Það kemur líka heim við það, að lítið sem ekk-
ert verður vart við útgotna ála koma aftur úr sjónum,
upp í vötn. En á Ítalíu hefir átt að finnast mikið af
dauðum eða dauð vona, útgotnum hrygnum við árósa. Það
eru því miklar líkur til þess, að állinn hrygni að
eins einu sinni á æfinni, og deyi að lok-
inni hrygningu. Líkt er því háttað um 1 oðnunar
að nokkuru leyti, og um fleiri fiska. En svo lítur og út
fyrir, að sumar ála-hrygnur ali allan sinn aldur í vötn-
um og gjóti aldrei, séu ávalt ófrjóar, jafnvel þótt þær
verði mjög gamlar. Þó er ýmislegt enn ekki fullljóst í
þessum atriðum.
Afleiðingar fyrir veiðarnar. Uppgötvanir Schmidts er
sýndu fram á, að hrygningarsvæði álsins hlyti að vera
úti í Atlanzhafi, úti fyrir vesturströndum Evrópu, og það
atriði, að állinn deyr að lokinni hrygningu, o: kemur
aldrei aftur í vötnin, eiga að hafa þær afleiðingar fyrir
álaveiðarnar, 1) að menn reyna framvegis, einkum í
löndunum umhverfis Eystrasalt, að veiða sem mest af
bjartál (»niðurgönguál«), því óhætt mun að álíta, að ávalt
sleppi svo mikið af ál til sjávar, að stofninn haldist við,
þar sem viðkoman er svo afarmikil, 2) að menn hætti í
Vesturevrópu að veiða ála-s e i ð i til matar, en veiði þau
til þess að selja þau mönnum í löndunum umhverfis
Eystrasalt, til þess að setja þau út í tjarnir og vötn og
jafnvel í sjálft Eystrasalt, til þess að þau geti vaxið þar
og orðið að nýtilegum fiskix). En á þessi svæði er leiðin
löng og margar tálmanir, svo sem ránfiskar og stormar
og þangað ná því fá seiði á móti þeim urmul, er gengur
upp í vötnin á ströndum Vesturevrópu.
l) Menn eru þegar farnir litilsháttar að „planta út“ álaseiðnm í Sviþjóð
og Danmörku, og Þjóðverjar kaupa þau orðið miljónum saman frá Englandi.