Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 62

Skírnir - 01.12.1911, Blaðsíða 62
366 Út austri og' vestri. hún lét lítt eða ekki upp sínar skoðanir. Síðan komst eg að raun um að enu þá lengra var á milli okkar í ríki hugsunarinnar, en á sviði tilfinningalífsins. Sæunn var í rauninni vel skynsöm kona. En skynsemi hennar stefndi öll beint að hinu daglega lífi; hana vantaði bæði náttúru og undirstöðuþekkingu til sjálfshugsunar á stærra sviði. Við hverjutn nýjutn fróðleik í þess konar efnum tók hún þannig, að hún annaðhvort blátt áfram trúði honum eða trúði honum ekki. Eg var á hinn bóginn efandi og leit- andt í hverju sem var. En af þvi leiddi að Sæunn fann ekki hjá mér þá öruggu sannfæringarvissu, sem þroska- stig hennar og náttúrufar heimtaði, og að hún bar því lítið traust til 8koðana minna. Eg fann þetta skjótt er við kyntumst nánar, og dró mig þá i hlé og hið andlega samneyti okkar saman um daglega lífið. Þegar nú Sæunn fór að leita eftir meira andlegu samneyti við mig á nýjan leik, fann eg að vísu að sambúð okkar var búin að vekja hjá henni vitneskju — þrár, sem áður höfðu sofið; en nú vantaði mig alveg trúna á, að eg væri maður til að full- nægja þeim. Lífsskoðanir mínar voru enn í myndun og þvi breytingum undirorpnar, og vantaði þannig enn, i verulegum atriðum, þá sannfæringarfestu, sem eg vissi að Sæunn altaf heimtaði. I öðru lagi voru þær bygðar á fleiri ára lestri og hugsun, sem Sæunni vantaði. Fanst mér því, að ef eg færi nú að gróðursetja þær hjá henni, væri það líkast því að byggja í lausu lofti. Samt sem áður gerði eg nokkrar tilraunir í þessa átt. En þar sem eg rak mig fljótt á hik Sæunnar og skort á trausti gagn- vart mér, sá engan árangur og lia.fði enga von um árang- ur, gafst eg fijótt upp við það til fulls og alls. Sæunn gafst og upp á sína hlið við að leita eftir þessu. En nú fór eg að verða var við það á nóttinni, er eg vakti og hugsaði um eitthvað en skifti mér ekki af henni, að hún grét. Þetta ágerðist er tímar liðu. Eg gat haft af henni í fyrstu með þvi að láta vel að henni. En svo varð einnig breyting á því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.