Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 15

Skírnir - 01.12.1911, Page 15
Um lifshætti álsÍDs. 31ft 7. Upprifjun og hugleiðingar. Lífsferill álsins. Af því sem sagt hefir verið hér að framan má sjá, að állinn er eiginlega djúphafsfiskur, líkt og flestir fræödur hans, í hafdjúpinu getinn og gotinn (að vetrinum?). Þegar hann er kominn úr egginu, verð- ur hann smámsaman að allstórri, þunnvaxinni og gagn- særri lirfu (Leptoeephalus), er hefst við úti í djúpi, mið- sævis. Svo berst hún smámsaman inn að ströndum og breytist jafnframt í gagnsætt seiði, er líkist álnum í vexti. Seiðið leitar svo upp í hálfsalt eða ósalt vatn. Þar vex það og verður að fullstórum ál. Þegar hann hefir verið svo og svo mörg ár í vötnum, taka æxlunarfærin að þroskast, hann fær á sig gotbúning og leitar svo til hafs, þangað sem hann finnur hentug skilyrði fyrir hrygning- unni og í hafinu nær hann fyrst fullum kynþroska. Að lokinni hrygningu deyr hann að likindum, og kemur aldrei aftur í vötnin. Állinn er farfiskur. Állinn er farfiskur, er gengur sem seiði úr sjónum upp í vötn til þess að leita sér fæðu og fer aftur út í sjó þegar hann er fullvaxinn, til þesa að hrygna og — deyja. í þessu tilliti líkist állinn laxin- um, en ferðirnar eru öfugar við ferðir laxins. Laxinn er vatnafiskur, en gengur út í sjó sem seiði til þess að afla sér fæðu, en fer fullvaxinn upp í ár til þess að hrygna og tekur litla sem enga fæðu, meðan hann er i ósöltu vatni, nema fyrstu ár æfinnar, áður en hann fer í fyrsta sinn í sjó. Merkilegar náttúruhvatir. Þá er állinn hefir dvalið svo og svo mörg ár í vötnum, fer hann að taka ýmsum ytri og innri breytingum og hann hættir að taka til sín fæðu; en jafnharðan vaknar hjá honum ferðahvöt, er knýr hann til þess að yfirgefa uppvaxtarstöðvar sínar og leita til sjávar, á stöðvar, sem hann hefir aldrei komið á áður og oft liggja mörg hundruð mílur í burtu. Úr instu botnum Eystrasalts, langt innan úr jstórám Rússlands og ofan úr Finnlandi og Norður-Svíþjóð safnast nú álarnir saman og leggja í hina löngu ferð — 4—5 þús. kilómetra

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.