Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 39

Skírnir - 01.12.1911, Page 39
Listin að lengja lífið. 343 út um allan heim. Svo mikið vita menn um árangur þess að það hefir auðgað marga lyfsala og þær verk- smiðjur, sem búa það til. Flestum vísindamönnum heíir fundist töluverður æfintýrabragur að kenningum Metsch- nikoffs, og þeim hefir verið ýmist tekið kuldalega eða í gamni. Að hugsa sér — að þurfa ekki annað fyrir að hafa, •en borða dálitla slettu af yoghurt með miðdegisverðinum og öðlast fyrir það ágæta heilsu og eilíft líf! Það væri í rauninni engu vandameira en húsráðið góðkunna: »ein bóla á tungu, engin á morgun«. — Guðirnir okkar gömlu bitu í eplin hjá Iðunni þegar þeir fóru að eldast. Guðirnir á Olymp átu ambrósia í sama tilgangi; en nú á tímum trúa menn því að heilagir herskarar i himnaríki þurfi einskis með, hvorki ódáins- fæðu eða annars, og við hlæjum að okkar kæru langöfum og ömmum, sem með sanntrúuðu hjarta sungu um himna- riki: „Klára vín, feiti, mergur með mun þar til rétta veitt,“ eins og stendur í sálminum gamla. — Þetta hefir hugsun- arhátturinn breyzt. Og hvað okkur snertir, manneskjurn- ar sjálfar, þá getum vér vel verið án yoghurts og allra lífselixíra, því það vill svo vel til að vér þekkjum ýms ráð til að vernda heilsuna og lengja lífið, ef vér að eins viljum, því »viljinn dregur hálft hlass.« Heilræðin. Mens sana in corpore sano. „Vaxattu nú Vimur alls mik þik vaða tiðir jötna garða i; Vittu, ef þú vex, þá vex mér ásmegin jafnhátt upp sem himinn.“ Svo mælti Þór, er hann var að vaða ýfir ána Vimur -og »óx svá mjök áin at uppi braut á öxl hánum.« En

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.