Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 18

Skírnir - 01.12.1911, Page 18
822 Um lífshætti álsins. smásjáin (mikróskópið) var farið að fullkomnast, að menn gátu greint hið sanna eðli hrogna og svilja, 2) það, að’ karlfiskarnir eru svo miklu minni en kvenflskarnir, að menn hugðu þá vera hálfvaxna fiska, en ekki annað' kynið, 3) það, að karlfiskarnir halda sig á öðrum stöðum en kvenfiskarnir, atriði, er menn þektu ekki um aðra fiska og 4) að hrygningin fer fram úti í reginhafi, lengra úti, eða á meira dýpi, en menn eru vanir að fiska á, en menn höfðu aðeins kynni af seiðunum, eftir það að þau voru komin upp að ströndum. Af öllu þessu sést, að það getur oft verið mjög mikl- um erfiðleikum bundið, og tekið langan tíma, að fá þekk- ingu og réttan skilning á atriði, sem í sjálfu sér er ein- falt, eða virðist, í fljótu bragði, vera ómerkilegt. Þekking og réttur skilningur eru ætíð góð, jafnvel á hlutum sem taldir eru »ómerkilegir«. En hér er ekki um ómerkilegt atriði að ræða, þar sem er þekking á lifnaðarháttum dýra, er menn hafa mikil not af, eða á annan hátt hafa áhrif á daglegt líf manna; en állinn er einmitt eitt af þeim dýrum. Þessvegna hafa bæði alþýðumenn og vísinda- menn um langan aldur brotið heilann um það, hvar og hvernig állinn er í heiminn borinn. Alþýðumenn (fiski- menn) gátu ekki ráðið gátuna, sem ekki var von, úr því að svona liggur í því. Það má segja, að vísindamennirn- ir tækju við, þar sem hinir komust lengst, og eftir langa mæðu tókst þeim að komast að réttri niðurstöðu og finna sannleikann í þessu máli. Þetta brot úr sögu dýra-líffræðinnar virðist mér vera gott dæmi til þess að sýna, hve mikla erfiðleika vísinda- menn eiga oft við að stríða, þegar um það er að gera, að fá sem bezta þekkingu á einhverju atriði i líffræði (bíólógíu), sérstaklega í líffræði sjávardýra, sem er svo erfitt að fylgja og athuga beinlínis í heimkynnum sínum. Þessar rannsóknir varða allan almenning líka i mesta máta, því að þær miða, þegar öllu er á botninn hvolft, að því að gera mönnum jörðina undirgefna, o: gera þeim hægara að lifa.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.