Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 62

Skírnir - 01.12.1911, Side 62
366 Út austri og' vestri. hún lét lítt eða ekki upp sínar skoðanir. Síðan komst eg að raun um að enu þá lengra var á milli okkar í ríki hugsunarinnar, en á sviði tilfinningalífsins. Sæunn var í rauninni vel skynsöm kona. En skynsemi hennar stefndi öll beint að hinu daglega lífi; hana vantaði bæði náttúru og undirstöðuþekkingu til sjálfshugsunar á stærra sviði. Við hverjutn nýjutn fróðleik í þess konar efnum tók hún þannig, að hún annaðhvort blátt áfram trúði honum eða trúði honum ekki. Eg var á hinn bóginn efandi og leit- andt í hverju sem var. En af þvi leiddi að Sæunn fann ekki hjá mér þá öruggu sannfæringarvissu, sem þroska- stig hennar og náttúrufar heimtaði, og að hún bar því lítið traust til 8koðana minna. Eg fann þetta skjótt er við kyntumst nánar, og dró mig þá i hlé og hið andlega samneyti okkar saman um daglega lífið. Þegar nú Sæunn fór að leita eftir meira andlegu samneyti við mig á nýjan leik, fann eg að vísu að sambúð okkar var búin að vekja hjá henni vitneskju — þrár, sem áður höfðu sofið; en nú vantaði mig alveg trúna á, að eg væri maður til að full- nægja þeim. Lífsskoðanir mínar voru enn í myndun og þvi breytingum undirorpnar, og vantaði þannig enn, i verulegum atriðum, þá sannfæringarfestu, sem eg vissi að Sæunn altaf heimtaði. I öðru lagi voru þær bygðar á fleiri ára lestri og hugsun, sem Sæunni vantaði. Fanst mér því, að ef eg færi nú að gróðursetja þær hjá henni, væri það líkast því að byggja í lausu lofti. Samt sem áður gerði eg nokkrar tilraunir í þessa átt. En þar sem eg rak mig fljótt á hik Sæunnar og skort á trausti gagn- vart mér, sá engan árangur og lia.fði enga von um árang- ur, gafst eg fijótt upp við það til fulls og alls. Sæunn gafst og upp á sína hlið við að leita eftir þessu. En nú fór eg að verða var við það á nóttinni, er eg vakti og hugsaði um eitthvað en skifti mér ekki af henni, að hún grét. Þetta ágerðist er tímar liðu. Eg gat haft af henni í fyrstu með þvi að láta vel að henni. En svo varð einnig breyting á því.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.