Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1911, Page 33

Skírnir - 01.12.1911, Page 33
Ur hliðinni yfir mónum. 337 hann um byssuna; hægri handleggnum vingsar hann krept- um með siðunni, fram og aftur; meira fram fyrir sig; fingurnir vita niður, gleiðir, bognir — búnir til grips eine og rándýrs klær. Skot dynja. Rjúpnakippan á bakinu stækkar. — Annar maðurinn er gamall; hávaxinn; grár af hærum. Hann gengur hægt; lotinn; velur lautardrögin; læðist — eins og refur. Þegar rjúpurnar styggjast frá hinum, gæta þær hans eigi og setjast einatt í nálægð hans. Byssan er hlaðin. Skotið dynur. — Þriðji maðurinn er unglingur; hár, íturvaxinn; herðibreiður, vöðvastæltur og ber sig vel. Hann fer með mikium ákafa en minni lægni; missir stundum rjúpuna áður en skotið er til; stundum skotið þó rjúpan bíði. En því meira vex áhuginn og ofurkappið. — Allir veiða mennirnir mikið; sá fyrsti þó langtum mest. Rjúpurnar fljúga um móinn, hræddar og ráðviltar; fljúga úr skothríðinni og í hana aftur. — Nú dynur skot; það kemur dálítið fjaðrafok; tvær rjúpur liggja dauðar; sú þriðja baðar vængjunum, kemst 2—3 faðma og liggur svo hreyfingarlaus; sú fjórða bröltir vængbrotin unz skot- maðurinn tekur hana og snýr hana úr hálsliðunum. Aðal- hópurinn flýgur spölkorn og sezt aftur niður í móinn. En ein rjúpa tekur sig út úr og flýgur til fjalla. Hún flýgur æ hærra og hærra, unz hún sést eins og lítill depill í fjarska; þá kippist hún við, hnigur lóðrétt niður eins og steinn — og hverfur.---------- Lítil stund líður. Aftur heyrist skot; aftur liggja nokkrar rjúpur dauðar. — Eg hefi stanzað ósjálfrátt; horfi á mennina og rjúpurnar; hlusta á skotin. Og það er eins og kalt járn smjúgi eftir baki mér endilöngu; brjóstið þrútnar og herpist saman; hnén verða undarlega veik. Eg gleymi hver með mér er; sest aftur niður og horfi á gulnað laufið, sem er að detta. Og um huga minn fljúga spurningar — um það, hvort mennirnir séu og verði alla daga dýr — eða eg sé orðinn gamall og ófær til að lifa. Þá minnist eg þín, lít upp og sé að þú horfir á mig 22

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.