Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1911, Side 46

Skírnir - 01.12.1911, Side 46
350 Listin að lengja lifið. á mis við marga heilsubót, sem hreina loftið veitti þeim og sólskinið bakaði þeim áður. Það er ein af helztu hug- sjónum heilsufræðinnar að gera húsakynnin svo vel úr garði, að þau geti veitt okkur sömu hlunnindi og útivist- in í hlýju loftslagi og nægu sólskini. Húsin þarf að byggja svo, að sólskins geti notið sem lengst á daginn. Svefnherbergisgluggar eiga að snúa til austurs eða suðurs en í daglegum stofum til suðurs eða vesturs. Það er heillavænleg uppgötvun, sem útlendur byggingarfræðing- ur hefir gert að láta íbúðarhús leika á ási, svo hægt sé að snúa þeim eftir veðri og sól. Það eru ekki mörg ár síðan að kvenfólkið tók upp þann ósið að byrgja fyrir sólarljósið með sólhlífum, og þótti þá um tíma »simpilt« að vera móleitur eða útitek- inn í andliti. Sem betur fer hefir þessi ósiður lagst niður á Norðurlöndum, því þar átti hann ekki heima. Allir mega láta sér vel sæma að verða útiteknir af sól og veðri; móleitt hörund er hraustleikavottur. í útlöndum eru sólböð farin að tíðkast1). Loftböð og sólböð þykja nú engu síðri heilsubót en vatnsböð. Það voru einkum uppgötvanir landa vors Niels Finsens, sem komu mönn- um til að hagnýta sér hin læknandi áhrif sólargeislanna við fleiri sjúkdóma en lúpus, og hefir reynzt vel að nota sólböð bæði við ýmsa lungna- hjarta- hörunds- og blóð- sjúkdóma. Eldr er beztr með ýta sonum ok sólar sýn, heilindi sitt ef hafa náir ok án löst at lifa, segir í Hávamálum. 3. heilræði: Hreinlœti. Heilbrigðis- og manndauðaskýrslur sýna mesta krank- feldni og mannfelli í þeim löndum og þeim borgarhlutum, ‘) Sólböð eru mjög einföld. Galdurinn er ekki annar en [sá, að klæða sig úr öllu úti á bersvæði i sóiskini og láta sólina baka sig. Loftbað fær maður um leið.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.