Ný félagsrit - 01.01.1841, Page 68
68
UM Al.UlNG A ISLANDI.
heyra abgjoríiir manna annarstabar í veröldinni og taka
eptirhversu framfarirnar vaxa, og hve dásamlega reynsl-
an sýnir, aí> gub Iiefir ætlab manninn til herra jarbarinnar.
Önnur grein.
Hver stjórnarlögun bezt þyki.
Eg hefi her ab framan drepib á, hversu margbreyttar
stjórnarlaganir hafa verib, og sagt ab eitthvab megi meö
sanni aí> finna sérhverri þeirra; en má þá ekki einu gylda
hverja stjórnarlögun menn hafa, þegar sitt er aÖ hverri
og öllum nokkub, og í öllum löndum er pottur brotinn?
Enginn getur raunar komib eins miklu illu af staö og
einyaldur konúngur, ef hann er ónýtur eöa illviljaöur,
en ekki er betra aö ríkismennirnir svæli allt undir sig,
og eyöi fyrst fátæklíngunum og síöan hverr öörum og
öllu Iandinu; og þó fer einna verst þegar skríllinn, sem
ekki hefir vit á neinu, á aö fara aö ráöa fyrir löndum
og lýöum. — I öllu þessu er nokkuö satt, en hverjum
einum er auösætt aö litiö er aö eins á annann bóginn.
þegar bera skal saman stjórnarlaganir, til aö sýna hver
bezt sé, þá veröur fyrst aö athuga, hverr aö sé tilgángur
allrar stjórnar, og þvínæst meta stjórnarlaganirnar eptir
því, sem þær nálgast tilgánginn meir eöur minna.
Sá er tilgángur allrar stjórnar, aö halda saman öllum
*
þeim kröptum sem hún er yfir sett, og koma þeim til
aö starfa til eins augnamiös, en þaö er velgengni allra
þegnanna, og svo mikil framför bæöi á andlegan og lík-
amlegan hátt sem þeim er unnt aö öölast. En eigi þessu
aö veröa framgengt, þá er auösætt, aö allir kraptarnir
veröa aö vera lausir aö nokkru en bundnir aö nokkru.
Enginn getur sá gjört fullt gagn sem ekki hefir frelsi til
þess, en hætt er einnig viÖ, aö sá sem hefir allt frelsi