Ný félagsrit - 01.01.1841, Blaðsíða 130
130
UM AI.ÞING A ISLANDI.
bóka meb, því nú liafa fulltrúarnir bebizt þess, aí) þar
yrbi sett bókasafn, lagab ab þörfum þeirra, en hversu
mundi slíkt þá ójiarft á Islandi, þar sem menn þó eru
skemra komnir í öllu því sem mentun vibvíkur. A hverju
mundi t. a. m. ríba meira, enn ab liafa allar þær rit-
gjörbir sem vibvíkja enum íslenzku lögum, búnabarháttum,
verzlunarsögu landsins o. s. frv., til þess fulltrúarnir gæti
sbb sjálfir þab sem þeir vildu og til væri, og inundi þab
vekja fróbleiksfýsn hjá mörgum, en óhægb er á ab flytja
margar bækur til og frá þíngvöllum í hvert sinn. þá
væri einnig óhægb á, ef bygt væri hús vib Oxará, ab
fyrst yrbi þab nokkru dýrara enn í Reykjavík, þarnæst
væri þab til einkis gagns nema handa alþíngi, og í þribja
lagi þá yrbi nokkur vandkvæbi á vöktun þess, þegar
þíngib væri ab eins annabhvort ár; þab mætti því svo ab
orbi kveba, ef þar væri bygt hús, ab peníngum þeim,
sem til þess væri kostab, væri kastab burt til einkis. þess
má og geta, og er þar mikib í varib, ab miklu meiri
óhægb verbur á ab koma út skírslu þeirri sem prentub
mun verba um allt þab sem fram fer á þínginu, ef sam-
koman yrbi á þíngvöllum; nú ab því skapi sem tefst
fyrir prentun skírslu þessarar, ab því skapi verbur daufari
áhugi manna á þínginu, og þab þó þíngstofan yrbi látin
öllum opin; en því meir sem áhuginn á álþíngi devfist
því minna gagns verbur af því ab vænta. Væri nú þíngib
í Reykjavík, þá er þab fyrst beint fyrir, ab þíngib verbur
íjölsóttara, þareb bærinn er kaupstabur, og margir eiga
þángab leib í ymsum erindum, sem varla mundu geta
komib ab þíngvöllum. þarnæst væri þar meiri hægb á
fyrir fulltrúana sjálfa ab leysa starf sitt vel af hendi:
þeir geta hæglega náb þar til allra þeirra skírsla og bóka
sem fáanlegar eru, en þær sem vantar og helzt þarf vib
má fá til stiptisbókasafnsins, t. a. m. almenn rit um land-