Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 21
21
einmitt þess vegna ætlum vér að svna hversu skökk og
ástæðulaus þessi skoðan sé.
þessi tvö mál voru nú rædd á þínginu seinasta í einu
eða til samans, því þau eru óaðgreinanleg, og enginn getur
neitað — þó sumir þíngmenn hafi neitað því, því þeir neita
öllu — að um þau hafi verið haldnar kappræður eptir megni.
Vér skulum hér taka það fram, sem annars einnig var tekið
fram af einum þíngmanni, að það er mjög þýðíngarmikið og
sýnir anda þíngsins, að enginn lögfróður maðurvar kosinn
í þær nefndir sem áttu að fara með málin um stöðu Islands
og um stjórnarskrána; og einmitt þetta stendur í óaðgrein-
anlegu sambandi við það sem vér höfum optar en einusinni
tekið fram: að allt þíngið eða hinn þjóðkjörni hluti þess er
í eindregnum þrældómi. þetta vita allir, því það gengur
fjöllunum hærra, og það hefir verið sagt á sjálfu þínginu.
Vér köllum það þrældóm, og höfum fullan rétt til að kalla
það þrældóm, þegar forsetinn einn ræður meiníngum alls
hins þjóðkjörna þínghlutans, eins og skýlaust og öldúngis
mótmælalaust er tekið fram á alþíngistíðindanna bls. 683:
»að forseti er centrum þess, er þjóðin og þíngið vill hafa
fram«, enda hafa og þíngmennimir verið í svo mikilli hugs-
unar-ánauð, að forsetinn þarf ekki annað en gefa bendíngu
með brúnunum eins og þegar Grikkja-J>órr hleypti brúnunum
forðum svo allir hlutir skulfu á himni og jörðu, »cuncta
supercilio movens« — hann þarf ekki annað en standa upp
þegar hann vill og halda tveggja eða þriggja klukkustunda
dómadags-ræðu og tromma niður allt það sem öðruvísi er
hugsað en hann einn vill, og það ekki með ástæðum, heldur
með eintómu valdi og kappi, eins og þegar J>orgnýr lög-
maður réði einn bóndaskrílnum í Svíaríki svo enginn vildi
annað en hann. J>ar þarf ekki á »klukkunni« að halda,
þar sem hríngt er með mannahöfðum svo kvarnirnar glamra
og skella svo ekki heyrist mannsins mál — getur vel verið
að fyrir þeim vaki sama hugmyndin og sagt er frá íNjálu,
þar sem valkyrjurnar höfðu mannahöfuð fyrir kljásteina í