Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 21

Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 21
21 einmitt þess vegna ætlum vér að svna hversu skökk og ástæðulaus þessi skoðan sé. þessi tvö mál voru nú rædd á þínginu seinasta í einu eða til samans, því þau eru óaðgreinanleg, og enginn getur neitað — þó sumir þíngmenn hafi neitað því, því þeir neita öllu — að um þau hafi verið haldnar kappræður eptir megni. Vér skulum hér taka það fram, sem annars einnig var tekið fram af einum þíngmanni, að það er mjög þýðíngarmikið og sýnir anda þíngsins, að enginn lögfróður maðurvar kosinn í þær nefndir sem áttu að fara með málin um stöðu Islands og um stjórnarskrána; og einmitt þetta stendur í óaðgrein- anlegu sambandi við það sem vér höfum optar en einusinni tekið fram: að allt þíngið eða hinn þjóðkjörni hluti þess er í eindregnum þrældómi. þetta vita allir, því það gengur fjöllunum hærra, og það hefir verið sagt á sjálfu þínginu. Vér köllum það þrældóm, og höfum fullan rétt til að kalla það þrældóm, þegar forsetinn einn ræður meiníngum alls hins þjóðkjörna þínghlutans, eins og skýlaust og öldúngis mótmælalaust er tekið fram á alþíngistíðindanna bls. 683: »að forseti er centrum þess, er þjóðin og þíngið vill hafa fram«, enda hafa og þíngmennimir verið í svo mikilli hugs- unar-ánauð, að forsetinn þarf ekki annað en gefa bendíngu með brúnunum eins og þegar Grikkja-J>órr hleypti brúnunum forðum svo allir hlutir skulfu á himni og jörðu, »cuncta supercilio movens« — hann þarf ekki annað en standa upp þegar hann vill og halda tveggja eða þriggja klukkustunda dómadags-ræðu og tromma niður allt það sem öðruvísi er hugsað en hann einn vill, og það ekki með ástæðum, heldur með eintómu valdi og kappi, eins og þegar J>orgnýr lög- maður réði einn bóndaskrílnum í Svíaríki svo enginn vildi annað en hann. J>ar þarf ekki á »klukkunni« að halda, þar sem hríngt er með mannahöfðum svo kvarnirnar glamra og skella svo ekki heyrist mannsins mál — getur vel verið að fyrir þeim vaki sama hugmyndin og sagt er frá íNjálu, þar sem valkyrjurnar höfðu mannahöfuð fyrir kljásteina í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.