Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 32
32
Eitt hið leiðinlegasta sem fyrir mann getur komið, eru inn-
hyrlaðar hugmyndir, sem bíta sig svo fast í menn að þeir geta
ekki losast við þær. Svona er með þessar »réttarkröfur«: þær æra
allt þíngið, og einstöku menn eru orðnir svo ruglaðir af þeim,
að einn að minnsta kosti hefir sagt (á bls. 592) að allir
Danir og fjárhagsnefndin 1862 hafi kannast við að vér
ættum þessar »réttar-kröfur« — þrátt fyrir það þó ekki ein-
óngis konúngsfulltrúinn (sem þíngið raunar aldrei heyrði hvað
sagði) hvað eptir annað minnti á hið gagnstæða — heldur og
einnig þó nefndin og sér í lagi íramsögumaðurinn hamaðist
út af þessari ímyndun. En það er raunar ekki að furða
þó að vel-ó-nefndur þíngmaður færi þar út í gönur, því
víða má sjá (meðal annars af bls. 590) að margt hefir
hljómað fyrir eyrum hans, sem aldrei nokkurntíma heíir
verið talað á þínginu. Guð hjálpi því kjördæmi sem á
annan eins þíngmaun! Hitt hafa Danir kannast við, og það
drengilega og vel, að vér hefðum saungirnis-kröfu til þess
að landi voru yrði hjálpað til viðreisnar eptir svo mörg
áföll og hrakföll sem það hefir orðið fyrir — sem, vér
tökum það enn upp aptur, Dönum raunar eru minnst að
kenna; eu þeir sem vilja hafa þjóð vora fyrir sopp, þeir
gera það með því að hafa Dani fyrir syndaþrjóta og kenna
þeim um allt okkar ólag, líklega líka um jarðeldana og
drepsóttirnar sem mestur mannfellirinn hefir orðið af hjá
okkur; og það eru einmitt þessar lygasögur sem vér viljum
reyna að frelsa Islendínga frá; oss tekur ekki svo sárt til
Dana að það líði yfir oss þeirra vegna, en það sem er lýgi,
það er lýgi, og það er engin fullnægíng nema í sannleik-
anum. |>á hefir og ekki sjaldan heyrst, að ef Danir léti
oss hafa árgjald án þess að kannast við að vér hefðum
réttarkröfur, þá væri það »náðargjöf«, slett í okkur af misk-
unsemi (bls. 528. 529. 594. 605 o. s. fr.), en þetta er líka
rángt, því úr því Danir kannast við að vér höfum »sann-
girniskröfu«, þá álíta þeir árgjaldið öldúngis ekki sem náðargjöf,
fyrir utan það að slíkt er aldrei látið í té sem »náðargjöf«,
því peníngum er ekki þannig fleygt út fyrir ekkert. það