Gefn - 01.01.1871, Blaðsíða 39
39
-sé látnar vera í Danmörku eða íslendskir rithöfundar innan
um danska, þá er það allt grundvallað á pólitiskum hlut-
föllum og meiðir oss ekkihið minnsta; það er eins og þegar
pálmaviðir og kaktusjurtir eru málaðar í Flora Danica, af
því þessar jurtir vaxa á Vestureyjum þeim sem tilheyra
Danmörku; eða þegar hvítabirnir og geirfuglar eru málaðir
með »döuskum« dyrum af því þeir eru á Islandi og Græn-
landi; en »naturam expellas furca, tamen usque recurret«
segir Hóratsíus, og »nonCaesar supra grammaticos« var sagt
við Sigmund keisara á Constantsíufundinum þegar hann
ætlaði að iáta »schisma« vera femininum.1) Varla mundi
það þvkja nægja fyrir rétti, ef Íslendíngur ekki vildi gefa
aðra upplýsíngu um sig en að hann væri »danskur«, vér
viljum nú ekki nefna ef það væri réttur annarstaðar en í
Danmörku; og vfir höfuð að tala, ef vér töluðum þannig
um okkur að öllu leyti, þá mundum vér ljúga og gefa öðr-
urn alvitlausar hugmyndir um allt sem oss snertir, enda
heimtar enginn skynsamur maður þess háttar.
í »föðurlandinu« 25. Nov. 1870 stendur um Dani:
»pjóðerni vort getur ekki farið að forgörðum á meðan vér
sjálfir viljum verja það« — en svo bætir höfundurinn við:
»en sá beini vegur til að missa það, er sá, að sleppa voru
pólitiska sjálfræði og þar með vorri sjálfstilfiuníngu og
þjóðaranda«. Vér heimfærum þetta upp á Island og bætum
hér einúngis við, að með því að vér höfum sérstakleg
landsréttindi, þá höfum vér og allt það pólitiska sjálfræði,
sem vér þurfum og sem á við vora hagi.
4. Um stöðu Islands og um innliman. |>etta atriði
er óaögreinanlegt frá hinu fyrra, og gæti þar staðið margt
sem vér hér munum segja.
Af öllu því sem vér höfum sagt hér á undan sést að
vér setjum þjóðerni vort efst og metum það mest af öllum
*) pó haí'a fornskáld vor kvennkennt „kri«ma“.